Lionsklúbburinn Úa 5 ára

Ua_2012_016
Hafdís Rudolfsdóttir formaður með Svanhildi
Þorkelsdóttur. Fyrsta Melvin Jones félaga Úu.

Lionsklúbburinn Úa Mosfellbæ var 5 ára þann 10 des. síðast liðinn.  Klúbburinn hélt fund á afmælisdeginum sem jafnframt var jólafundur.   Þar söng Kristjana Skúladóttir lög frá stríðsárunum og  Ingibjörg Reynisdóttir las úr bók sinni um Gísli frá Uppsölum.  Á fundinum veitti klúbburinn sína fyrstu Melvin Jones viðurkenningu en hana hlaut Svanhildur Þorkelsdóttir sem var aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins.

Ua_085
Breki Freyr Gíslason og Jóhanna Lilja P Guðjóns-
dóttir taka við bókum fyrir hönd nemenda skólans
úr hendi Hafdísar formanns Úu.  Fyrir aftan standa
Dagný og Svafa félagar í Úu

Klúbburinn hefur í haust verið að huga að verkefni um lesskilning og lesblindu barna í bæjarfélaginu.  Og gerði að sínu fyrsta verkefni að færa Kriskaskóla í Mosfellsbæ bækur að gjöf fyrir bókasafnið en skólinn er nýr og fátækur af bókum. 

Þetta verkefni finnst klúbbfélögum vel við hæfi þar sem alþjóðaforseti hefur ákveði í ár að berjast gegn ólæsi og hvetja til lestrar. Í lionsblaðinu í nóvember skrifar Guðrún Björt grein um baráttu gegn ólæsi og nefnir dæmi um hvernig klúbbar geta sinnt sínu byggðarlagi með verkefnið í huga. 

Ua_079
Krakkar í Krikaskóla í Mosfellsbæ syngja fyrir Lionskonur

Í lok nóvember voru Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ með blóðsykursmælingu í Krónunni í Mosfellsbæ en þangað mættu 182 til að láta mæla sig.  Af þeim sem tóku þátt í mælingunni mældust 11 með of háan blóðsykur og fengu sérstaka leiðbeiningu frá lækni í hópnum og var þeim síðan vísað á Heilsugæslu Mosfellsbæjar.  Þannig að það sést hvað mikilvægt er að láta mæla sig þar sem sykursýki er oft falinn sjúkdómur.

Ua_2012-11-30-140
Dagný Finnsdóttir, Hafdís Rudolfsdóttri úr Lionsklúbbnum Úu og Jón Bjarni
úr Líonsklúbbi Mosfellsbæjar sinna blóðsykursmælinu

Félaga- og fjölmiðlanefnd.