Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Hafdís Rudolfsdóttir formaður með Svanhildi Þorkelsdóttur. Fyrsta Melvin Jones félaga Úu. |
Lionsklúbburinn Úa Mosfellbæ var 5 ára þann 10 des. síðast liðinn. Klúbburinn hélt fund á afmælisdeginum sem jafnframt var jólafundur. Þar söng Kristjana Skúladóttir lög frá stríðsárunum og Ingibjörg Reynisdóttir las úr bók sinni um Gísli frá Uppsölum. Á fundinum veitti klúbburinn sína fyrstu Melvin Jones viðurkenningu en hana hlaut Svanhildur Þorkelsdóttir sem var aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins.
|
Klúbburinn hefur í haust verið að huga að verkefni um lesskilning og lesblindu barna í bæjarfélaginu. Og gerði að sínu fyrsta verkefni að færa Kriskaskóla í Mosfellsbæ bækur að gjöf fyrir bókasafnið en skólinn er nýr og fátækur af bókum.
Þetta verkefni finnst klúbbfélögum vel við hæfi þar sem alþjóðaforseti hefur ákveði í ár að berjast gegn ólæsi og hvetja til lestrar. Í lionsblaðinu í nóvember skrifar Guðrún Björt grein um baráttu gegn ólæsi og nefnir dæmi um hvernig klúbbar geta sinnt sínu byggðarlagi með verkefnið í huga.
|
Í lok nóvember voru Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ með blóðsykursmælingu í Krónunni í Mosfellsbæ en þangað mættu 182 til að láta mæla sig. Af þeim sem tóku þátt í mælingunni mældust 11 með of háan blóðsykur og fengu sérstaka leiðbeiningu frá lækni í hópnum og var þeim síðan vísað á Heilsugæslu Mosfellsbæjar. Þannig að það sést hvað mikilvægt er að láta mæla sig þar sem sykursýki er oft falinn sjúkdómur.
Dagný Finnsdóttir, Hafdís Rudolfsdóttri úr Lionsklúbbnum Úu og Jón Bjarni úr Líonsklúbbi Mosfellsbæjar sinna blóðsykursmælinu |
Félaga- og fjölmiðlanefnd.