Lionsklúbburinn Víðarr færir Samhjálp styrk.

Þriðjudaginn 9. okt fóru nokkrir félagar ú Lionsklúbbnum Víðarri og afhentum Samhjálp nokkra peningaupphæð. Við það tækifæri sagði sr. Karl Matthíasson frá starfsemi þessa félagskapar sem hefur sem markmið að styðja við bakið á þeim sem áfengis og vímuefni hafa náð tökum á. Samhjálp eru kristileg samtök og hjálpin byggir á því að hjálpa fólki að fyrirgefa og leita fyrirgefningar. Samhjálpa var stofnuð 1973 og hóf sama ár rekstur meðferðarheimilis í bílskúr við Sogaveg og síðan Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal.

Vidarr_1185l
Frá hægri Valdimar Steindórsson gjaldkeri, Ólafur Már Ásgeirsson formaður,
Jón Pálmason fv. formaður og sr. Karl v. Matthíasson framkvæmdastjóri
Samhjálpar, sem tekur hér við staðfestingarskjali um styrkinn.(Ljósmyndari
Halldór R. Halldórsson)
Dæmi um fjárhagslega erfiðleika Samhjálpar er að styrkur sá sem veittur er í ríkissjóði er um 7 milljónir á mánuði, en launakostnaður er 6,5 milljónir. Síðan á eftir að afla fjár fyrir mat og öðrum útgjöldum sem þarf til að reka þessa starfssemi.
Samhjálp rekur í dag starfsemi á allmörgum stöðum eins og sjá má í bæklingi sem sækja má á eftirfarandi slóð.
Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem Lionsklúbburinn Víðarr styrkir starfssemi af þessu tagi en klúbburinn hafði í langan tíma sem eitt af sínum aðalverkefnum að styðja við bakið á meðferðarheimilinu í Arnarholti, sem nú er lokað.