Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Haustið 2015 hóf Lionsklúbburinn Ylfa á Akureyri lestraraðstoð við börn af erlendum uppruna sem voru í 1. – 3. bekk grunnskóla. Ástæðan var sú að klúbburinn vildi finna sér verkefni sem krefðist ekki fjár einungis vinnuframlags. Í haust var bætt við og öllum erlendum íbúum Akureyrar boðið að koma og fá aðstoð við íslenskunám. Aðstaða er á Amtsbókasafninu á Akureyri alla þriðjudaga frá klukkan hálf fimm til hálf sex. Mikil þátttaka hefur verið og líklega hafa einstaklingar frá u.þ.b 15 löndum mætt. Að jafnaði eru 5 – 6 Ylfur í hvert sinn að sinna allt að 12 manns. Ekki þarf að taka það fram að aðstoðin er fólkinu að kostnaðarlausu.