Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Árlegt jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafið en dregið verður á Þorláksmessu um glæsilega vinninga þar sem bifreið er í aðalvinning. Útgefnir miðar í happdrættinu eru 2000 talsins og miðinn kostar 2000 krónur.
Við upphaf aðventu komu félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur saman og veittu styrki úr sjóðum klúbbsins. Að þessu sinni voru um 1,4 milljónir króna sem voru greiddar út í styrki til ýmissra verkefna.
Velferðarsjóður Suðurnesja fékk krónur 200.000 en Þórunn Þórisdóttir tók við styrknum fyrir hönd sjóðsins. Landssöfnun Þjóðkirkjunnar var styrkt um 150.000 krónur. Nýr línuhraðall verður keyptur á Landspítalann til meðferðar á krabbameini. Það var Kristján Friðjónsson sem tók við styrknum f.h. Njarðvíkursóknar. Árni Brynjólfur Hjaltason tók við 200.000 króna styrk í hjálparstarf Lions vegna náttúruhamfara á Filipseyjum. Akurskóli, leikskólinn Holt og leikskólinn Akur hafa unnið að skemmtilegu verkefni á Narfakotsseylu. Það verkefni var styrkt um 75.000 krónur. Þá var Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar styrkt um 50.000 krónur.
Að auki hefur Lionsklúbbur Njarðvíkur styrkt fjölskyldur á þessu ári sem eiga um sárt að binda eða eiga í erfiðleikum og nemur sú upphæð 700.000 krónum.