Lionsþing í Reykjavík 20. og 21 apríl 2012

 57. Lionsþing fjölumdæmis 109

57.Lionsþing fjölumdæmis 109 verður haldið í Reykjavík dagana 20. og 21. apríl næstkomandi. Það er fjölumdæmið sem hefur umsjón með þinginu að þessu sinni. Hér í viðhengjum eru drög að dagskrá ásamt upplýsingum um þingið og þingstörfin. Þessar upplýsingar eru ekki síst  til þess að auðvelda væntanlegum þingfulltrúum að fylla út meðfylgjandi skráningarblað og kjörbréf (www.lions.is).

Mikilvægt er eyðublöðin séu vandlega útfyllt og þau berist fyrir 1. mars því þau liggja til grundvallar öllu skipulagi þingsins. Eingöngu er tekið við skráningu á viðkomandi skráningarblaði. Minnum á að framboð vegna embætta sem kosið er til þarf að skila fyrir 15.febrúar 2012. Í fjölumdæmi eru laus embætti alþjóðasamskiptastjóra 2012-­?2014, kynningarstjóra 2012-­?2014 og varafjölumdæmisstjóra 2012-­?2013. Skila skal framboðum til fjölumdæmisritara. Í umdæmum skal skila framboðum til sitjandi umdæmisstjóra.Sjá nánar í grein Árna V Friðrikssonar í desemberútgáfu LION blaðsins. Minnum einnig á að skilafrestur á málum sem óskað er eftir að leggja fyrir umdæmis- / fjölumdæmisþing er til 6.mars 2012 og skal erindum skilað til umdæmis / fjölumdæmisstjóra.

Bréf til klúbba          >>>>>>

Kjörbréf                  >>>>>>

Skráningar eyðiblað >>>>>>