Lkl. Embla - Diskótek

Árlegt „haustdiskó“ hjá Lkl. Emblu var haldið 22.okt. s.l.

Mikil tilhlökkun er ætíð þegar að diskóteki líður hjá okkar góðu skjólstæðingum, þ.e.a.s. fötluðum einstaklingum á Selfossi og nágrenni,

Embla_l

Hinn frábæri Jón Bjarnason diskótekari sá um fjörið að vanda og brást ekki frekar en fyrri daginn.  Það er okkur Emblum ómetanlegt hversu velviljaður hann Jón er að ljá þessu góða starfi okkar lið. Við sýndum honum þakklæti okkar fyrir nokkrum árum og gerðum hann að Melvin Jones félaga. Hann veit nákvæmlega hvaða músík er best að spila og heldur uppi stanslausu fjöri og allir dansa saman,  skjólstæðingar okkar, foreldrar, fylgdarfólk og við Emblurnar. Við njótum ekki aðeins velvilja þessa Jóns heldur kom Jón Finnur Ólafsson og greiddi leiguna fyrir húsnæðið f.h. Árvikjans á Selfossi. Eftir dansinn og söng gesta bjóðum við svo til veislu, hlaðborð sem svignar af tertum og brauðmeti.

Með jólakveðju frá félögum í Lkl. Emblu,

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir.