Lkl. Emblur með fræðslufund um ristilkrabbamein

„Það halda margir að ég sé í einhverju skítadjobbi, en það er ég ekki Laughing

Lionsklúbburinn Embla, stóð fyrir opnum fræðslufundi um ristilkrabbamein og forvarnir gegn því. Við fengum Sigurjón Vilbergsson, meltingasérfræðing til liðs við okkur. Honum tókst líka svo frábærlega að gera fundinn, glærurnar og umræðuefni bæði áhugavert, umhugsunarvert og skemmtilegt.

Þetta var frábær fundur, við fengum um 150 gesti  á fundinn til okkar og fyrirlesarinn okkar var alveg frábær. Sigurjón sinnir greinilega starfi sínu af mikilli ástríðu og ánægju, en er svo sannarlega að hvetja okkur að sama skapi að panta okkur tíma í ristilspeglun.

Það sé hreinlega eitthvað það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf.

Hvatning til allra Lionsfélaga frá okkur í Lionsklúbbnum EMBLU – pantið ykkur ristilspeglun!!!!!!!!!!!!!

emblur_ristil