Lkl. Hængur

Níunda eyjaferðin var að Lundi í Öxarfirði um Jónsmessuna. Gist var á tjaldstæðinu við skólann.

Haengur

Það var mjög kalt á okkur aðfaranótt laugardagsins – hitastigið við og undir frostmarki, en hlýnaði heldur daginn eftir. Á laugardeginum lá leið okkar í  Hljóðakletta, þar sem starfsmenn þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum tóku á móti okkur og gengu með hópnum um Hljóðakletta og gljúfrin. Og auðvitað var farið út í „eyju “– þ.e.a.s. Eyjuna í Jökulsárgljúfrum. Um kvöldið var grillað að venju. Þegar setið var að snæðingi tóku pappaglös og diskar ásamt dúkum og vindsængum upp á því að þyrlast hátt upp í loftið í smá „hvirfilbyl…!“+

Haengur2_copy

 Í sumar er svo stefnan tekin vestur á Strandir, nánar tiltekið í Stengrímsfjörð og er meiningin að sigla út í Grímsey, meira um það síðar.