Lkl. Hveragerðis veitir fyrstu Kjaransorðuna

Lionsklúbburinn í Hveragerði var fyrstur klúbba til að veita félaga sínum æðstu viðurkenningarorðu Lions á Íslandi – Kjaransorðuna.

Hverag_KK11Þann 10. febrúar 2014 heiðraði Lionsklúbbur Hveragerðis Kristinn G. Kristjánsson fyrrverandi fjölumdæmisstjóra  með Kjaransorðuveitingu, fyrir frábært starf hans fyrir Lionsklúbbinn og Lions á Íslandi.  Kristinn var fjölumdæmisstjóri 2012-2013.  Til hamingju Kristinn og Lionsklúbbur Hveragerðis

Eitt dæmi um framlag hans er að á síðast ári skrifaði Kristinn grein til að birta á vefnum í hverjum mánuði og skeikaði aldrei.

Fleiri myndir frá þessum fundir er að finna á eftirfarandi síðu

Hverag_KK3
Áðstandendur Hverabakarís heiðraðir fyrir árvissan styrk til klúbbsins.

Hverag_AW1
Axel Wolfram að afhenda fulltrúum Leikfélags Hveragerðis þakkarskjöld fyrir sérlega gott samband við jólasveinin í Hveragerði.

Hverag_AW2
Axel Wolfram að afhendaIngva Karli Jónssyni Viðurkenningaskjal frá Alþjóðaskrifstofu Lions fyrir 15 ára dygg störf í hreyfingunni.