Lkl. Muninn

Í fjörutíu ár á fullu.

KKViðburðarríku og starfssömu afmælisári er nú að ljúka.  Á vordögum ákváðu félagar Munins með Daníel G. Björnsson í broddi fylkingar að efna til tónleika í Salnum til ágóða fyrir starf Vímulausrar æsku/Foreldrahúss.  Fengum við hin ágæta tónlistarmann, KK til að standa fyrir tónleikum sem tókust með miklum ágætum.  Tókst honum að skapa hrífandi stemningu með lögum sínum og tali.  Stuðningur bakhjarla stóð undir kostnaði við tónleikahaldið og gat því klúbburinn afhent samtökunum allan ágóða seldra miða  eða rúmar 700 þúsund krónur sem voru afhentir stjórnarformanni Foreldrahúss, Kristjáni Gunnarssyni.    Glæsilegur árangur á þessu 40. starfsári klúbbsins.  Fyrri hluti starfsársins var ekki síðri því á haustdögum var afhentur afrakstur undanfarinna 2 ára að mála Sunnuhlíð.  Verkið var metið á kr  3.8 milljónir króna.  Föst verkefni klúbbsins taka sinn tíma, kirkjuferð, sykursýkismæling og nýjársfagnaður.  Einungis með líflegu og fjölbreyttu félagsstarfi verður starfið spennandi og lifandi.