Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Laugardaginn 3. nóvember var ný björgunarstöð Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ vígð. Húsið er 600 fm. og var hafist handa við byggingu þess í kjölfar efnahagshrunsins, mörgum þóttu menn bjartsýnir að hefja byggingu á þessum tímapunkti en með samtakamætti íbúa, félaga og fyrirtækja í sveitarfélaginu er húsið nú fullbúið að utan sem innan og mjög vel búið tækjum og tólum. Lionsklúbbur Ólafsvíkur hefur komið að byggingu hússins eins og aðrir í sveitarfélaginu en klúbburinn keypti alla málningu á húsið að innan og aðstoðaði við að mála, auk þess sem klúbburinn gaf skjái og tölvubúnað í stjórnherbergi hússins.
Lionsklúbbur Ólafsvíkur hefur frá árinu 1973 staðið fyrir flugeldasölu og hefur því seinni ár verið í samkeppni við björgunarsveitina, það kemur þó ekki í veg fyrir að gott samband er á milli félaganna og hefur lionsklúbburinn styrkt björgunarsveitina reglulega. Ný björgunarstöð fékk nafnið Von og við vígsluna afhenti Lionsklúbbur Ólafsvíkur örnefnamynd til að hengja upp í húsinu, myndin er 160 cm. löng og sýnir svæði frá Ólafsvíkurenni að Búlandshöfða, á myndinni er mjög mikið af örnefnum og kemur hún vonandi til með að nýtast í björgunarstarfi. Örnefnamyndina útbjuggu félagar í lionsklúbbnum árið 2005 með aðstoð eldri íbúa í Ólafsvík og nágrenni, myndin hefur verið drjúg tekjulind fyrri klúbbinn þar sem að minni útgáfa hennar er talin mjög góð afmælis- og tækifærisgjöf, jafnt fyrir heimamenn sem brotflutta.
Á myndinni eru Þórarinn Steingrímsson og Davíð Óli Axelsson formaður Lífsbjargar, á milli þeirra er Jóhannes Ólafsson ritari Lkl. Ólafsvíkur.
Ritari Lkl. Ólafsvíkur
Jóhannes Ólafsson