Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Nýlega afhentu Lkl. Vestmannaeyja og Kvenfélag Landakirkju tæki til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þetta er tæki sem notað er í sjúkraþjálfun hjá stofnuninni. Sjúkraþjálfarnir töldu þetta tæki mjög nauðsynlegt, það er víbratortæki sem nær vel til innri vöðva líkamans.
Flest öll tæki í HíV eru gefin af félagasamtökum í Vestmannaeyjum. Þegar sjúkrahúsið var opnað stuttu eftir gos var það Lions International sem gaf öll tæki og áhöld í húsið, og andvirði þess var um það bil andvirði 25 einbýlishúsa.
Á mynd má sjá frá vinstri. Sigmar Georgsson gjaldkera Lkl. V, Eydísi Sigurðardóttur hjúkrunar framkvæmdarstjóra HíV, Elías Jörund Friðriksson sjúkraþjálfa, Ágúst Óskarsson stallara Lkl. V, Hildi Sólveigu Sigurðardóttur sjúkraþjálfa, Ingimar Georgsson formann Lkl. V og Oddnýju Báru Ólafsdóttur Kvenfélagi Landakirkju.
{gallery}myfolder/Vestmannaeyjar{/gallery}
Fleiri myndir teknar við sama tækifæri.