Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Starfsári Lionsklúbbsins Geysis lauk formlega 18 maí síðastliðinn með lokahófi í Skálholti. Þar með lauk 32 starfsári klúbbsins. Var þar snæddur miðaldakvöldverður að hætti staðarins. Hann var framreiddur af Sölva Hilmarssyni matreiðslumanni staðarins, en hann er formaður í öðrum klúbbi, Skjaldbreið í Grímsnesi. Stjórnarskipti fóru fram eins og venja er á lokahófi. Helgi Guðmundsson tók við formennsku af Guðmundi Ingólfssyni. Þar með erum við enn einu sinni með formann menntaðan úr leiðtogskóla Lions. Klúbbfélagar eru sannfærðir um að klúbbnum verður stjórnað af myndarskap undir hans stjórn.
Starfið hefur gengið með ágætum á starfsárinu, félagar eru 28. Menn þakka gott starf ekki síst samheldni, metnaði og bjartsýni félaganna. Hápunktur samkomunnar var afhending Melvin Jones viðurkenning til Gylfa Haraldssonar. Gylfi hefur starfað í klúbbnum í 31 ára öll árin nema það fyrsta. Það hefur verið ómetanlegt að hafa Gylfa í liði klúbbsins. Hann hefur mætt á nánast hvern klúbbfund öll þessi ár, tekið þátt í öllum verkefnum, af dugnaði. Í senn hefur Gylfi sýnt mikla prúðmennsku. Í þrígang hefur hann verið formaður klúbbsins, öllum hinum embættunum hefur hann gegnt, mörgum oft. Þá hefur hann verið Heilbrigðisfulltrúi klúbbsins í umdæmisstjórn í tvígang. Gylfi hefur starfað sem Heilsugæslulæknir í Laugarási álíka lengi og hann hefur verið hluti af klúbbnum. Í þeim störfum hefur hann sýnt sömu alúð og störfum í klúbbnum og notið mikillar virðingar. Fullyrða má að klúbburinn væri ekki búinn að vera eins sterkur og raun ber vitni ef Gylfi hefði ekki notið við. Svo sannarlega er Gylfi vel að viðurkenningunni kominn og vonast klúbbfélagar til þess að Gylfi verði meðlimur klúbbsins í marga áratugi til viðbótar.