MÁLÞING: Framtíð barna forvarnir 1, 2 og 3!

Málþingið um framtíð barna í dag 28. febrúar, sem Lions á Íslandi hélt með Rannsóknastofnun  í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands gekk mjög vel. 

Habord_l

Fyrirlesarar voru Guðrún Björt Yngvadóttir, alþjóðastjórnarmaður Lions, Elísabet Karlsdóttir framkvæmdastýra, RBF, Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og formaður stjórnar RBF, HÍ, Katrín Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, Sigríður Björnsdóttir, verkefnastjóri Blátt áfram.

svipmyndir_l

Á málþinginu var fjallað um valin málefni sem eru viðkvæm og brennandi úrlausnarefni sem varða börn og fjölskylduvernd. Eitt af því sem ber á góma er svokölluð óhamingjugildra.

Svipmyndir_2_l

Niðurstaða ráðstefnunar var að stofna á til samskipta og samvinnu þátttakenda, með því að allar upplýsingar verða aðgengilegar á vef RBF, þar á meðal okkar vefsíða og LCI..

Hér eru nokkrar úrklippur úr blöðunum um málið:

Börn og unglingar í óhamingjugildru (Á Mbl.is)

Það er ekki nóg að tækifærin séu til, einstaklingurinn þarf að hafa hvata til þess að sjá þá möguleika sem hann hefur á að nýta sér þau,“ segir dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og formaður stjórnar RBF, Rannsóknarstofnunnar í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Rannsóknarstofnunin stendur í dag fyrir málþingi í samstarfi við Lionshreyfinguna á Íslandi, undir yfirskriftinni „Framtíð barna: Forvarnir 1, 2 og 3!,“ en þar verður fjallað um ýmis málefni er varða börn og fjölskylduvernd, m.a. það sem Sigrún hefur kosið að kalla „óhamingjugildruna“.

Sjá meira >>>>>

Forvarnir spara umtalsvert fé (Á Vísi.is)

Forvarnarstarf í kynferðisbrotum gegn börnum er samfélaginu nauðsynlegt og sparar til lengri tíma mikið fjármagn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrirlestri Sigríðar Björnsdóttir, verkefnastjóra Blátt áfram, á málþinginu Framtíð barna sem haldið verður í Öskju í Háskóla Íslands í dag.

Sjá meira >>>>>