Málþing um lestrarvanda barna - frétt af Vísir.is

Málþing um lestrarvanda barna - frétt af Vísir.is
http://www.visir.is/fjalla-um-born-i-lestrarvanda-og-i-ahaettu/article/2015150219703 Fimmtudaginn 12. febrúar stendur Lionshreyfingin fyrir málþingi um lestrarvanda barna og aðgerðir til þessa að sporna við honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lions. Þar mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra flytja ávarp, Guðrún Björt Yngvadóttir kynnir lestrarátak Lions, Sigríður Ólafsdóttir doktorsnemi fjallar um áhrif tvítyngi á þróun læsis, Dröfn Vilhjálmsdóttir kynnir verkefni bókasafns Seljaskóla sem miða að því að efla lestraráhuga nemenda, Ingibjörg Ingólfsdóttir kynnir námskeið byggð á Davisaðferðinni  fyrir foreldra barna sem eru í efstu deildum leikskóla og grunur leikur á að þrói með sér lestrarörðugleika og Guðni Olgeirsson kynnir hugmyndir vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um aðgerðir til að bæta læsi grunnskólabarna. Fundarstjóri er Jón Bjarni Þorsteinsson fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions. Málþingið verður haldið  í Norræna húsinu milli kl. 16:30 og 18:30 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er án endurgjalds.