Medic Alert er alþjóðlegt öryggiskerfi fyrir sjúklinga

Eftir Davíð Gíslason lækni

Medic Alert var stofnað í Bandaríkjunum 1956 af lækni að nafni Marion C Collins. Þremur árum áður hafði dóttir hans fengið lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.

medicalertCollins gerði sér grein fyrir því að aðstæður, svipaðar þeim sem dóttir hans lenti í,
geta oft komið upp og að skjót og rétt viðbrögð við mörgum sjúkdómum geta skipt verulegu máli og jafn vel ráðið úrslitum um líf eða dauða. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að sjúklingurinn beri á sér upplýsingar sem gera rétt viðbrögð möguleg. Medic Alert kerfinu er einmitt ætlað að koma að gagni
við slíkar aðstæður. Merkisberar eru nú um fjórar milljónir, 2,3 milljónir í Bandaríkjunum og 1,7 milljón í níu löndum utan Bandaríkjanna, þar sem Medic Alert er starfandi.
Sjá grein hjá Líonsklúbbi Kópavogs