Melvin Jones viðurkenning

Melvin Jones viðurkenning.

EHBEdda Heiðrún Backman er þekktari en svo að hana þurfi að kynna mikið fyrir Lionsfélögum.  Það Grettistak sem hún hefur lyft til stuðnings Endurhæfingardeild Landsspítalans við Grensás þekkja allir Íslendingar.  Það er ekki hægt annað en hrífast með baráttuvilja hennar sem fellur svo vel að kjörorði alþjóðaforseta, „A Beacon of Hope“.  Hún er „Vonargeisli“ allra sem á endurhæfingu þurfa að halda.

Þegar fjölumdæmisstjórn síðasta starfsárs fékk þá hugmynd að veita einhverjum utan Lionshreyfingarinnar Melvin Jones viðurkenningu var nafn Eddu strax nefnt og það þarfnaðist ekki meiri umhugsunar.  Með framlagi sínu til mannúðarmála er Edda svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin.  Það mátti líka vel heyra ánægju allra þingfulltrúa á síðasta fjölumdæmisþingi þegar tilnefningin var tilkynnt.

Kristinn Hannesson, fjölumdæmisstjóri.