Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lions á Íslandi á marga fjölhæfa einstaklinga í sínum röðum, þar á meðal afburða ljósmyndara. Lionsfélagar eru hvattir til að sýna hvað í þeim býr og taka þátt í alþjóðlegu ljósmyndasamkeppni Lions, sem við munum nú í sjötta sinn taka þátt í. Það eru ljósmyndatækifæri útum allt ekki síst á næstunni, síðustu haustlaufin, ljósaskipti, fyrstu snjókornin eða frostrósirnar, eflaust er magt til frá liðnu sumri. Það er kostur að koma myndum til okkar fljótlega, ekki er got að láta það gleymast í amstri jóanna. Klúbbar þurfa að gera upp hug sinn fljótlega eftir jól, hvaða mynd þeir senda, en fresturinn rennur út í lok janúar.
Íslenska vinningsmyndin frá í fyrra prýðir Lions-Almanakið, en það er ,,Smölun í Dölum eftir Björn A. Einarsson í Lkl. Búðardals.
Alþjóðleg ljósmyndasamkeppni Lions
Lionsfélagar geta tekið þátt í alþjóðlegu Lions ljósmyndasamkeppninni Lions Environmental Photo Contest. Keppnismyndin þarf að vera frummynd, óbreytt, svart-hvít eða litmynd úr náttúrunni - úr umhverfi klúbbsins. Árið 1972 samþykkti alþjóðastjórn Lions stefnuyfirlýsingu í umhverfismálum. Markmiðið með keppninni er að sýna fegurð náttúrunnar og kynna umhverfisverkefni Lions.
Dómnefnd metur myndirnar eftir frumleika, listrænum eiginleikum og túlkun á myndefni.
Lionsfélagar geta sent ljósmyndir úr sínu umhverfi (án fólks) í einum af eftirfarandi flokkum:
Lionsklúbbur velur og sendir vinningsmynd klúbbsins á Lionsskrifstofuna Sóltúni 20, 105 Reykjavík, í umslagi merkt: Ljósmyndasamkeppni Lions. Í lokuðu umslagi með myndinni er skráð nafn Lionsklúbbs og ljósmyndara ásamt síma og netfangi. Myndin á að vera útprentuð: 8x10 eða 20,3 x 25,4 cm. Frestur til 31. janúar 2014.
Íslenskum sigurvegurum (vinningsmyndum) verða veittar viðurkenningar á þinginu í vor í öllum fimm flokkunum. Einnig verða þær birtar í Lionsblaðinu, á vefsíðu Lions og sýndar á þingstað. Ein mynd verður valin og send út í alþjóðlegu ljósmyndasamkeppnina.
Alþjóðasamband Lionsklúbba LCI sýnir myndirnar á alþjóðaþinginu í Toronto í Canada í júlí 2014. Skráðir þátttakendur á þinginu geta greitt atkvæði um ,bestu myndina. Sigurvegarar í hverjum flokki fá viðurkenningu. Sex myndir verða birtar á vefsíðu LCI, þ.e. vinningsmyndir úr flokkunum fimm, ásamt ,bestu myndinni að mati þinggesta. Úrval mynda mun birtast í Lions-Almanaki, sem gefið er út árlega til styrktar LCIF.
Alþjóðlega vinningamyndin prýðir svo forsíðuna á Lions-Almanakinu 2014.
Upplýsingar
Klúbbar eða Lionsfélagar sem hafa áhuga eða vilja fá nánari upplýsingar, geta haft samband Kristófer Tómasson, netfang: katsjs@simnet.is
Smáa letrið: Lionsljósmyndarar bera sjálfir kostnað við myndatökur og framköllun. Vinningsmyndir verða eign LCI Alþjóðasambands Lionsklúbba. LCI áskilur sér rétt til að hafna keppnismyndum sem uppfylla ekki keppnisreglur, þykja óviðeigandi eða ósæmilegar.
Kristófer Tómasson
Lkl Geysi
katsjs@simnet.is
sími 482-2882
og 861-7150