Myndir úr náttúrunni. Skilafrestur framlengdur til 1. febrúar

Lions_environment_ssLions-ljósmyndarar

Lions á Íslandi á marga fjölhæfa einstaklinga í sínum röðum, þar á meðal afburða ljósmyndara. Lionsfélagar eru hvattir til að sýna hvað í þeim býr og taka þátt í alþjóðlegu ljósmyndasamkeppni Lions, sem við munum nú í fjórða sinn taka þátt í. Það er fullt af ljósmyndatækifærum framundan, síðustu haustlaufin, fyrstu snjókornin eða frostrósirnar, svo eiga menn ýmislegt frá sumrinu. Það er best að drífa í þessu fljótlega, svo það dragist ekki og gleymist í jólaamstrinu. Klúbbar þurfa að gera upp hug sinn fljótlega eftir jól, hvaða mynd þeir senda, en fresturinn rennur út í lok janúar.

Vinningsmynd_seyisfj_ss
Íslenska vinningsmyndin
frá í fyrra prýðir aprílmánuð í Lions-Almanakinu, en það er  ,,Seyðisfjörður” eftir Ómar Bogason í Lkl. Seyðisfjarðar.

Alþjóðleg ljósmyndasamkeppni Lions

Lionsfélagar geta tekið þátt í alþjóðlegu Lions ljósmyndasamkeppninni „Lions Environmental Photo Contest“. Keppnismyndin þarf að vera frummynd, óbreytt, svart-hvít eða litmynd úr náttúrunni - úr umhverfi klúbbsins. Árið 1972 samþykkti alþjóðastjórn Lions stefnuyfirlýsingu í umhverfismálum. Markmiðið með keppninni er að sýna fegurð náttúrunnar og kynna umhverfisverkefni Lions.

Dómnefnd metur myndirnar eftir frumleika, listrænum eiginleikum og túlkun á myndefni.

Lionsfélagar geta sent ljósmyndir úr sínu umhverfi (án fólks) í einum af eftirfarandi flokkum:

  1. Dýralíf
  2. Landslag úr borg eða náttúru
  3. Plöntulíf
  4. Veðrafyrirbrigði
  5. Verndun framtíðar með trjám. ( Ljósmyndir af trjám og hlutverki þeirra í umhverfi okkar )

Lionsklúbbur velur og sendir vinningsmynd klúbbsins á Lionsskrifstofuna Sóltúni 20, 105 Reykjavík, í umslagi merkt: Ljósmyndasamkeppni Lions. Í lokuðu umslagi með myndinni er skráð nafn Lionsklúbbs og ljósmyndara ásamt síma og netfangi.  Myndin á að vera útprentuð:  8”x10” eða 20,3 x 25,4 cm. Frestur til 1. febrúar  2012.

Íslenskum sigurvegurum (vinningsmyndum) verða veittar viðurkenningar á þinginu í vor í öllum fimm flokkunum. Einnig verða þær birtar í Lionsblaðinu, á vefsíðu Lions og sýndar á þingstað. Ein mynd verður valin og send út í alþjóðlegu ljósmyndasamkeppnina.

Alþjóðasamband Lionsklúbba „LCI“ sýnir myndirnar á alþjóðaþinginu í Busan í júní 2012. Skráðir þátttakendur á þinginu geta greitt atkvæði um bestu myndina“. Sigurvegarar í hverjum flokki fá viðurkenningu. Sex myndir verða birtar á vefsíðu LCI,  þ.e. vinningsmyndir úr flokkunum fimm, ásamt bestu myndinni“ að mati þinggesta. Úrval mynda mun birtast í Lions-Almanaki, sem gefið er út árlega til styrktar LCIF.

Alþjóðlega vinningamyndin  prýðir svo  forsíðuna á Lions-Almanakinu 2013.

Upplýsingar

Klúbbar eða Lionsfélagar sem hafa áhuga eða vilja fá nánari upplýsingar, geta haft samband Kristínu Þorfinnsdóttir, netfang:  vidreisn@internet.is

Smáa letrið:  Lionsljósmyndarar bera sjálfir kostnað við myndtökur og framköllun. Vinningsmyndir verða eign LCI – Alþjóðasambands Lionsklúbba. LCI áskilur sér rétt til að hafna keppnismyndum sem uppfylla ekki keppnisreglur, þykja óviðeigandi eða ósæmilegar

Kristín Þorfinnsdóttir

Lkl.  Emblu
Gsm 863-1420