Námskeið

Tenglar á gagnvirk námskeið LCI (Alþjóðasíða Lions

Mikið framboð af námskeiðum er á vef Lions International. Efnið er gagnvirkt og skemmtilegt og tekin eru fyrir mörg mjög áhugaverð málefnis sem þroska einstaklinga og upplýsa um Lionsmálefni. Hér á eftir eru tenglar á viðeigandi síður LCI:

Fræðsla fyrir þinn klúbb 2011-2012

Lionshreyfingin stendur fyrir miklu fræðslustarfi. Félögum stendur til boða fjölbreytt úrval námskeiða, sem miða að því að efla félagana, styrkja klúbbstarfið og þjálfa leiðtoga.

Eins og venjulega geta Lionsklúbbar og svæði pantað námskeið og valið þann stað og tíma sem best hentar hverju sinni. Mjög margir svæðisstjórar hafa fengið námskeið á svæðisfundi og fengið hrós fyrir það hjá fundarmönnum einnig hafa klúbbstjórnir fengið ýmis námsskeið eða kynningar á málefnum hreyfingarinnar á Lionsfund. Klúbbar eða svæði geta einnig fengið skipulagðan heilan námskeiðsdag fyrir sig og það eru án efa skemmtilegustu og gagnlegustu námskeiðin. Við stingum upp á heilum eða hálfum laugardegi eða sunnudegi. Mjög góð reynsla er af þessu fyrirkomulagi. Mikilvægt er að kynna námskeiðin vel, til að tryggja næga þátttöku.

GLT_nGLT = Nýtt fræðsluteymi

Á síðasta þingi komu margir nýir félagar til starfa fyrir hreyfinguna okkar, bæði í umdæmisstjórnum og fjölumdæmisráði, meðal annars til fræðslumála. Þessi embætti voru áður kölluð Fræðslustjóri fjölumdæmisins og fræðslufulltrúar umdæmanna (Leadership Chairperson), sem hafa unnið sem „Fræðsluteymi“.
Nú hafa orðið breytingar á störfum „Fræðsluteymisins“, aukin áhersla er lögð á leiðtogaþáttinn, það að finna leiðtogaefni og þjálfa þá til forystustarfa. Fræðsla fyrir alla Lionsfélaga er mikilvæg eftir sem áður

Sjá nánar um GLT >>>>>

Fræðsluteymi fjölumdæmis og umdæma:
Kristján Kristjánsson GLT MD 109
Sími: 5640710 og 8601040
Netfang: kristjan.kristjansson hjá capacent.is

Halldór Kristjánsson, GLT 109 A
Sími: 555 1187 (heima), 520 9000 (vinna)
Netfang: halldor hjá tv.is

Sigfríð Andradóttir GLT 109 B
Símar 4366783 og 8684702
Netfang: sigfrida hjá simnet.is

xx