Námskeið fyrir ritara

Námskeið fyrir ritara
Reykjavík 3. nóvember 2014 Ágæti ritari Vegna mikilla áskorana var ákveðið að halda upprifjunarnámskeið fyrir ritara í skýrslugerð á netinu. Nokkuð hefur borið á því að ritarar hafi látið stúlkurnar á lionsskrifstofunni gera fyrir sig skýrslurnar. Það er ekki æskilegt því þær hafa nóg annað að gera heldur en vinna þá vinnu sem ritarar eiga að framkvæma fyrir sinn klúbb. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 15. nóvember frá kl. 11:00 – 13:00 í húsnæði Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, Grensásvegi 16, Reykjavík. Ritarar eru beðnir um að koma með handbókina sem að þeir fengu á þinginu í vor, einhverjar handbækur eru til fyrir þá sem ekki eru með þær. Einnig þurfa ritarar að vera með aðgangsorðið og lykilorðið fyrir sinn klúbb til að geta komist inn í kerfið til að skrá skýrslurnar. Frestur til að tilkynna þáttöku rennur út þriðjudaginn 11. nóvember. Sendið tilkynningar á netfangið mailto:sigfrida@simnet.is" Með vinsemd og virðingu, GLT teymið á Íslandi Halldór Kristjánsson Leiðtoga- og fræðslustjóri Fjölumdæmisins 109 Eggert J. Levy, leiðtoga- og fræðslustjóri umdæmi 109 A Sigfríð Andradóttir leiðtoga- og fræðslustjóri umdæmi 109 B