Niðurstöður kosning í embætti umdæmis- og fjölumdæmisráðs á þinginu 2012

Kristinn_G._KristjnssonKristinn Kristjánsson Lkl. Hveragerðis fjölumdæmisstjóri

Kristinn er félagi í Lkl. Hveragerðis þar sem hann hefur gegnt öllum þeim embættum sem til er að dreifa. Hann var svæðisstjóri 1990 – 1991 og umdæmisstjóri 1999 – 2000. Hann hefur verið viðloðandi umdæmisstjórnir öðru hvoru síðan þá og var meðal annars verkefnisstjóri umdæmisins í Campaign SightFirst II söfnunarátakinu. Varafjölumdæmisstjóri 2011 – 2012. Eiginkona Kristins er Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir.

BenniBenjamín Jósefsson Lkl. Akraness varafjölumdæmisstjóri

Benjamín fæddist á Akureyri 27. mars 1961, en hefur búið á Akranesi síðan, fyrir utan rúmlega tveggja ára búsetu í Ólafsfirði og um tíma á höfuðborgarsvæðinu. Benjamín gekk til liðs við Lionsklúbb Akraness í nóvember 1995, og hefur síðan verið ritari tvisvar sinnum, formaður tvisvar sinnum og gjaldkeri tvisvar sinnum. Þá hefur hann séð um uppgjör á reikningum klúbbsins síðan árið 2001. Hann hefur gegnt formannsstarfi í fjáröflunarnefnd, ferðanefnd, skemmtinefnd og íþróttanefnd. Þá var hann formaður þingnefndar Lionsklúbbanna á Akranesi sem sáu um þingið 2006. Auk þessa hefur hann starfað sem almennur nefndarmaður í þessum nefndum auk þess að vera í stjórn Líknarsjóðs. Benjamín var svæðisstjóri á Akranes-Borgarnessvæðinu starfsárið 2005-2006, sama starfsár var hann umdæmisritari og ritari í stjórn Lionsklúbbs Akraness. Starfsárið 2007 – 2008 hlaut hann viðurkenningu heimsforseta fyrir störf sín í þágu Sight First II verkefnisins. Í desember 2007 var Benjamín útnefndur Melvin Jones félagi af Lionsklúbbi Akraness. Umdæmisstjóri 109B 2010 – 2011. GMT stjóri 2011 – 2012.

GumundurHGunnarssonGuðmundur Helgi Gunnarsson umdæmisstjóri 109 A

Lionsklúbburinn Fjörgyn býður fram Guðmund Helga Gunnarsson til embættis umdæmisstjóra í umdæmi 109 A á umdæmisþingi í apríl 2012. Guðmundur Helgi fæddist í Reykjavík þann 22. sept. 1947 og ólst upp í Langholtshverfinu og gekk í Langholts og Vogaskóla. Guðmundur lauk sveinsprófi í húsasmíði vorið 1969 og meistaranámi í faginu árið 1976. Guðmundur hefur allar götur síðan starfað við fagið á einn eða annan hátt sem smiður, verkstjóri, byggingarstjóri, þjónustustjóri og nú síðast sem verkefnisstjóri lengst af hjá Ármannsfelli, Íslenskum aðalverktökum og nú hjá ÍAV Fasteignaþjónustu. Á árunum 1982-1993 var Guðmundur Helgi í sjálfstæðum rekstri í byggingariðnaði í félagi við aðra. Guðmundur Helgi gekk til liðs við Lionsklúbbinn Fjörgyn vorið 2000 eftir að hafa þekkt vel til hreyfingarinnar í 10 ár. Hann var ritari 2002-2003, formaður klúbbsins fyrst 2005-2006 og aftur 2008-2009. Guðmundur hlaut Melvin Jones viðurkenningu frá klúbbnum árið 2007, þá hlaut hann Club President Excellence Award árið 2010. Hann sat í byggingarnefnd fjölumdæmisins á árunum 2001-2003. LCIF-og Medic Alert fulltrúi í umdæmisstjórn 109B 2006-2007, LCIF fulltrúi 2007-2008, fræðslufulltrúi 2008-2009. Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur frá árinu 2009 tilheyrt umdæmi 109 A og var Guðmundur Helgi umdæmisritari/ gjaldkeri starfsárin 2009 - 2011. Á fjölumdæmisþingi vorið 2009 var Guðmundur kjörinn fræðslustjóri MD 109 til áranna 2009-2012, á árinu 2010 sat hann í úthlutunarnefnd Rauðufjaðrarsjóðsins frá 2004. Guðmundur Helgi var í Leiðtogaskóla Lions í Munaðarnesi 2002 og tók þátt í kennslu ritaraefna klúbbanna 2004-2009 og 2011. Varaumdæmisstjóri 2011 – 2012. Eiginkona Guðmundar Helga er Hrund Hjaltadóttir grunnskólakennari. Hún er stofnfélagi í Lkl. Fold. Þau hjón eiga þrjá uppkomna syni sem allir eru í sambúð og þau eiga níu barnabörn og nú hefur einn ættliður bæst við því fyrsta langafa barnið er fætt. Þau hjón hafa yndi af ferðalögum og njóta þess að ferðast um landið þvert og endilangt í góðra vina hóp, bæði akandi og gangandi

Arni_Hjaltason_aÁrni B. Hjaltason varaumdæmisstjóri 109 A

Árni er félagi í Lkl. Njarðvíkur þar sem hann hefur meðal annars verið formaður. Hann var svæðisstjóri og umhverfisfulltrúi 2008 – 2009. Árni er 2. varaumdæmisstjóri 2011 – 2012. Eiginkona Árna er Hafdís Friðriksdóttir

TryggviTryggvi Kristjánsson umdæmisstjóri 109 B

Tryggvi Kristjánsson er fæddur á Akureyri 24. mars 1970. En hann hefur alla tíð búið á Dalvík, ólst upp í litlu samfélagi þar sem allir þekktu alla og var svo lengi vel. En eftir að grunnskóla lauk hóf hann störf hjá KEA og vann þar um nokkurt skeið, hann fór svo í vinnuvélanámskeið og var hjá Dalvíkurbæ og svo verktökum í allnokkur ár. Svo eftir að hann tók meirapróf og rútupróf hóf hann störf hjá SBA-Norðurleið eða um 1995 og starfar við akstur með ferðamenn á sumrin, en á veturna á skíðasvæðinu á Dalvík. Að frátöldu 1993 er hann var við vinnu í Danmörku og Þýskalandi Eiginkona Tryggva er Hólmfríður Guðrún Skúladóttir frá Akureyri og eiga þau tvö börn, Skúla Lórenz 1996 og Valgerði Fríði 2010 . Tryggvi gékk í Lionsklúbb Dalvíkur 1997 og hefur gegnt stöðu gjaldkera 1999-2000 og svo formaður 2007-2008 og svo aftur 2009-2011. Þá hefur hann verið í flestum nefndum og var t.d. formaður vorkomunefndar oftar enn einu sinni‚ en þar var á ferðinni menningarhátíð sem klúbburinn stóð fyrir. Varaumdæmisstjóri 2011 – 2012.

ThorkellÞorkell Cýrusson varaumdæmisstjóra 109 B

Þorkell er félagi í Lkl. Búðardals en var áður í Lkl. Nesþinga Hellissandi. Í báðum þessum klúbbum hefur hann gegnt flestum þeim embættum sem til er að dreifa. Hann var svæðisstjóri 2001 – 2002, í forsvari fyrir unglingabúðir á Snæfellsnesinu, verkefnisstjóri á svæðinu fyrir Campaign SightFirst II söfnunarátakinu. Annar varaumdæmisstjóri 2011 – 2012. Eiginkona Þorkels, Sigfríð Andradóttir er félagi í Lkl. Búðardals. Til gamans má geta þess að þau hjón eru í hópi örfárra þar sem bæði hjónin uppfylla öll skilyrði til að vera umdæmisstjórar.

einar_thorarEinar Þórðarson annar varaumdæmisstjóri 109A

Einar er stofnfélagi í Lkl. Fjörgyn, hefur gegnt flestum embættum innan klúbbsins, m.a. verið formaður tvisvar. Hann og klúbbur hans stóðu að baki áskorun um breytingu á fyrirkomulagi unglingabúða Lions hér á Íslandi1997. Hann var í undirbúningsnefnd unglingabúðanna og búðastjóri fyrstu búðanna sumarið 1999 á Laugarvatni. Þarna var brotið blað í sögu unglingaskipta Lions á Íslandi og eru slíkar búðir búnar að sanna gildi sitt. Hann var svæðisstjóri 1998-1999, unglingamálastóri 1999-2002, fjölumdæmisþingstjóri á 50 ára afmælisþingi Lions, umdæmisstjóri 109B 2003-2004, í úthlutunarnefnd Rauðrar fjaðrar, félagastjóri, verkefnastjóri MERL - félagafjölgun, sjónverndarfulltrúi 109A 2011-2012 og í Rauðufjaðrarnefnd 2011-2012. Tók þátt í stofnun Lkl. Skagastrandar og Lkl. Úlfari. Kennari í Leiðtogaskóla Lions. Þátttaka í alþjóðasamstarfi, m.a. leiðtogaskóla Lions og Evrópuþing í Portúgal, NSR þing á Álandseyjum, Noregi og í Reykjavík, á alþjóðaþingi Lions í Denver, í norrænu MERL teymi, fulltrúi Íslands á fjölumdæmisþingi Danmerkur. Einar var tilnefndur Melvin Jones félagi 1996 og 2005. Einar er kerfisfræðingur að mennt. Eiginkona hans er Bergljót Jóhannsdóttir í Lkl. Fold og eiga þau 3 uppkomin börn.

IngimundurIngimundur Guðberg Andrésson annars varaumdæmisstjóra 109B

Ingimundur Guðberg er fæddur þann 20. júlí 1948 í Tálknafirði. Eftir að barnaskóla lauk lá leiðin í Vélskóla Íslands þar sem hann lauk burtfararprófi vorið 1970. Þá tók við nám í vélvirkjun í Vélsmiðju Tálknafjarðar sem lauk með sveinsprófi veturinn 1973.
Hann hóf störf hjá Rafveitu Patrekshrepps í janúar 1973 þar sem hann lærði rafvirkjun og tók sveinspróf 1976. Er Orkubú Vestfjarða var stofnað og tók til starfa 1978 starfaði hann þar og starfar enn sem vélstjóri og rafvirki, nær óslitið að undanskildum tveim og hálfu ári sem hann starfaði við kennslu og sem hafnarvörður í Vesturbyggð.
Ingimundur gekk í Lionsklúbb Patreksfjarðar í janúar 1977 hann var gjaldkeri klúbbsins starfsárið 1980-1981 en 1984 tók hann sér hlé í Lionshreyfingunni. Hann kom aftur í Lionsklúbb Patreksfjarðar veturinn 2003. Var ritari starfsárin 2003-2004 og 2004-2005, formaður klúbbsins starfsárið 2005 – 2006, Svæðisstjóri svæðis 4 í 109 B starfsárið 2010 til 2011.
Ingimundur hefur setið nokkur þing hreyfingarinnar og haustið 2003 fór hann í Leiðtogaskóla Lions í Munaðarnesi.
Ingimundur er kvæntur Sigurjónu Kristófersdóttur þau eiga þrjú uppkomin börn og 8 barnabörn.

HordurHörður Sigurjónsson til embættis Kynningarstjóra MD109

Hörður Sigurjónsson Lkl. Nirði býður sig fram til embættis Kynningarstjóra MD109

Kristofer_1KristóferTómasson til embættis GMT stjóra MD109 2012-2014

KristóferTómasson Lkl. Geysi býður sig fram til GMT stjóri MD109 2012-2014

HalldorHalldór Kristjánsson, Lkl. Ásbirni þjóðasamskiptastjóri 2012-2014

Halldór býður sig fram til endurkjörs sem alþjóðasamskiptstjóri Lionshreyfingarinnar á Íslandi á þingi Lions í apríl.
Halldór er verkfræðingur að mennt og hefur rekið eigið fyrirtæki í 26 ár með góðum árangri. Hann er sérfræðingur í upplýsingatækni og verkefnastjórnun.
Halldór er Lionsfélögum á Íslandi vel kunnur vegna starfa sinna innan Lions. Hann hefur verið umdæmisstjóri umdæmis 109 A og fjölumdæmisstjóri auk þess að vera gjaldkeri Lionshreyfingarinnar í fjöldamörg ár, nú síðast frá árinu 2005-2011 en á þeim tíma snéri hann rekstri hreyfingarinnar úr tapi í það að nú á hreyfingin myndarlegan varasjóð.
Halldór hefur tekið að sér fjölda annarra verkefna fyrir Lionshreyfinguna m.a. kennt formannaskólann á undanförnum þingum, verið kennari við Leiðtogaskóla Lions frá upphafi ásamt því að sinna ýmsum embættum í umdæmi og fjölumdæmi. Um tíma var hann vefstjóri hreyfingarinnar og hefur um langt skeið sinnt tölvumálum Lionshreyfingarinnar á skrifstofunni.
M.a. skrifaði hann það félagatal sem hreyfingin hefur notað undanfarin 10 ár. Halldór var frumkvöðull að kynningu á Alþjóðahálparsjóðnum (LCIF) á Íslandi og starfaði í þrjú ár sem ritari (framkvæmdastjóri) samstarfsráðs Lions á Norðurlöndunum (NSR). Sem ritari NSR undirbjó hann flesta fundi og ráðstefnur sem haldnar voru á þess vegum á þeim tíma. Halldór hefur verið formaður undirbúningsnefndar á tveimur þingum Lionshreyfingarinnar hér á landi og einu NSR þingi.
Halldór hefur mikla þekkingu á alþjóðlegu starfi Lionshreyfingarinnar. Hann hefur, ásamt fjölskyldu sinni, sótt mörg alþjóðaþing Lions á eigin vegum, í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu og að auki mörg Evrópu- og samnorræn þing (NSR). Sem alþjóðasamskiptastjóri árin 2010-2012 hefur hann lagt mikla áherslu á að efla samstarf Lions á Norðurlöndum og að opna nýjar leiðir fyrir íslenska Lionsklúbba til að taka þátt í verkefnum á erlendri grundu og mynda tengsl við klúbba erlendis. Halldór hefur tvisvar hlotið Leadership Award viðurkenningu alþjóðaforseta fyrir störf sín fyrir Lionshreyfinguna og er Progressive Melvin Jones félagi.

HrundHrund Hjaltadóttir Lkl. Fold NSR AU samstarfshóps 2013 - 2018

Hrund Hjaltadóttir er stofnfélagi í Lionsklúbbnum Fold í Reykjavík og hefur tvisvar gegnt embætti formanns í klúbbnum, ásamt því að sinna öðrum stjórnarstörfum og mörgum verkefnum fyrir klúbbinn.
Hrund var svæðisstjóri 1995-1996 og síðan þá hefur hún átt setu í umdæmisstjórnum umdæmis 109 B nær óslitið. Til að byrja með sinnti hún málefnum ungmenna og síðan félaga og útbreiðslumálum og sat í MERL samráðshópi fjölumdæmisins. Síðast 2009-2010 sem útbreiðslu og GMT fulltrúi.
Hrund Hjaltadóttir var vara - umdæmisstjóri 109 B árið 1998-1999, umdæmisstjóri 1999-2000 og fjölumdæmisstjóri MD 109 2000-2001 og sótti þar af leiðandi Alþjóðaþing Lions árin 1999 og 2000 einnig Evrópuþing 2000 og 2003 en þá sótti hún námskeið á vegum LCI- Leadership Development á Cýpur.
Hún var útbreiðslustjóri MD 109, 2001-2003, fræðslustjóri MD 109, 2003- 2009 og útbreiðslustjóri MD 109, 2009-2010.
Hrund hefur verið einn af kennurum Leiðtogaskóla Lions á Íslandi frá 2003 og sinnt kennslu verðandi embættismanna á fjölumdæmisþingum til margra ára.
Hún hefur 8 sinnum tekið þátt í þingi Norræna samstarfsráðsins (NSR) ýmist sem embættismaður, námstefnustjóri eða áheyrnarfulltrúi og hefur mikinn áhuga á sameiginlegum verkefnum NSR.