Nokkur orð um viðurkenningu og Kjaransorðuna

Kristinn_G._KristjnssonÁgætu Lionsfélagar um land allt.

Nokkur orð um viðurkenningu og Kjaransorðuna

Það er margt í gangi í hreyfingunni okkar. Klúbbar eru í óða önn að styrkja og byggja upp starfið. Huga að verkefnum, huga að fjölgun félaga og efla starfið frá degi til dags. Það er í mörg horn að líta hjá stjórnum klúbba  og það þarf að mörgu að hyggja. Eitt er það sem hefur ef til vill verið laumumál hjá klúbbum en það er að veita viðurkenningar, þakka fyrir vel unnin störf og oft er það nú þannig að þeir sem alltaf eru að leggja lið frá ári til árs eru teknir sem sjálfsögðum hlut,  og eitt ár sker sig kannski ekki frá öðrum. Þeir sem oft og tíðum hljóta viðurkenningu félaga sinna eru þeir sem  taka að sér afmarkað sér verkefni sem heppnast mjög vel og að því loknu telur stjórn að þarna hafi vel verið staðið að verki og veitir fyrir það þökk og viðurkennigu. Ég vil því með grein þessari vekja athygli stjórna á því að stundum er það félagi sem alltaf er að vinna að verkefnum og hefur í gegnum árin verið hinn trausti og sterki félagi, unnið að öllum málum og er ef til vill sá sem leggur mikið að mörkum án þess að eitt árið beri af öðrum. Það er dýrmætt hverjum klúbbi að eiga slíka félaga  en þar sem slíkir félagar eru alltaf til staðar ár eftir ár er þeim stundum gleymt þegar veita á viðurkenningu  og þakklæti klúbbsins. Þeir eru einhvernvegin svo sjálfsagðir að okkur sést yfir öll þeirra störf og þjónustu. Það er  á hinn bóginn rétt að við Lionsfélagar höfum ekki átt sérstaka viðurkenningu fyrir slíka félaga til að þakka þeim þeirra miklu störf,  eljusemi og fórnfýsi.

Á síaðsta starfári var hleypt af stokkunum  æðstu viðurkenning Íslensku Lionshreyfingarinnar, það er Kjaransorðan. Með tilkomu þessarar viðurkenningar opnast möguleiki fyrir klúbbstjórnir að líta í eigin barm og skoða hvort það er félagi innan klúbbsins sem alltaf er reiðubúinn til starfa og er í raun einn af hornsteinum klúbbstarfsins eða sá sem um áraraðir bar uppi starfið á bak við tjöldin en hefur e.t.v. dregið sig  í hlé til að  hleypa yngri félaögum að en þegar á reinir er leitað til um ráð og lausnir.

Kæru Lionsfélagar.

Ég vil benda stjórnum klúbba á að hinn 30. nóvember rennur út skilafrestur fyrir tilnefningu um veitingu Kjaransorðunar á þessu starfsári. Stjórnir þurfa því að huga að þessum málum á haustdögum. Annars færist þetta yfir á næsta ár. Síðan er hitt að einungis fimm félagar innan íslenskra Lionsklúbbanna geta átt þess koast að hljóta þessa  viðurkenningu ár hvert. Það er því mikill heiður fyrir þann sem ber Kjaransorðuna að hafa hlotið hana frá félögum sínum. Ef margar ábendingar berast til Kjaransorðunefndar verður það vanda verk að hafa aðeins fimm til að samþykkja fyrir hvert ár. Það gefur hinsvegar þessari viðurkenningu mikið vægi og virðingu en það er einmitt tilgangur þessarar viðurkenningar að hver sá er hana hlýtur beri hana með miklu stolti og geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð og því þaklæti félaga sinna sem hún stendur fyrir.

Ég vil hér að lokum vekja athygli á nokkrum greinum í reglum  um Kjaransorðuna, stjórnum og Lionsfélögum til frekari glöggvunar. Heildarreglugerð er að finna inn á lions.is undir ,,skýrslur 2012- 2013“Í greinum þessum er þetta meðal annars:

  1.  Kjaransorðuna er hægt að veita eftir tvennskonar leiðum um tilnefningu. Annars vegar veitt af Fjölumdæmisstjórn Lionshreyfingarinnar eftir tilnefningu frá orðunefnd og hinsvegar geta klúbbar sótt um veitingu orðunnar fyrir klúbbfélaga til orðunefndar. Í báðum tilfellum þarf samþykki Fjölumdæmisstjórnar fyrir veitingu orðunnar.
  2. Kjaransorðuna  má veita íslenskum sem erlendum einstaklingum fyrir vel unnin störf í þágu íslensku Lionshreyfingarinnar eða einstaklega mikla og góða þjónustu við Lionsklúbb.
  3. Ákvörðun um veitingu orðunnar er tekin af Fjölumdæmisstjórn eftir tillögu orðunefndar eigi síðar en á fyrsta Fjölumdæmisstjórnarfundi eftir áramót ár hvert. Ákvörðun orðunefndar skal liggja fyrir í síðasta lagi 31. desember ár hvert.
  4. Á gylltum borðahaldara skal grafið að framanverðu: Fjölumdæmi 109 sé orðan veitt á vegum Fjölumdæmisins en nafn klúbbs sé orðan veitt að tilhlutan og að beiðni klúbbs. Á bakhlið orðunnar sé grafið nafn orðuþega og ártal í báðum tilvikum.
  5. Við veitingu orðunnar ber annaðhvort Fjölumdæmisstjórn eða viðkomandi klúbbi eftir því sem við á, að greiða 60.000.-  kr. innborgun í hinn íslenska Hjálparsjóð Lionshreyfingarinnar, tengda viðkomandi orðuþega.
  6. Berist fleiri en fimm tilnefningar frá klúbbum á sama starfsári skal orðunefnd velja þær fimm, sem verðugastar þykja til viðurkenningar á næsta Fjölumdæmisþingi eða á  klúbbsamkomu.
  7. Klúbbum ber að skila inn beiðni ásamt greinargerð um væntanlegan orðuþega til orðunefndar eigi síðar en 30. nóvember ef orðuveiting skal fara fram á yfirstandandi starfsári.

Eftirtaldir félagar okkar hafa hlotið Kjaransorðuna fyrir margvísleg og fjölbreytt störf fyrir Lionshreyfinguna og voru sæmdir að tilhlutan Fjölumdæmis 109

Þetta eru:

  1. Þór Guðjónsson Lionsklúbbnum Fjölnir Reykjavík
  2. Benedikt Antonsson Lionsklúbbnum Baldri Reykjavík
  3. Jón K. Karlsson Lionsklúbbi Sauðárkróks
  4. Þórður H. Jónsson Lionsklúbbi Garðabæjar
  5. Halldór Svavarsson Lionsklúbbi Hafnarfjarðar
  6. Daníel Þórarinsson Lionsklúbbnum Nirði Reykjavík
  7. Kristinn Hannesson Lionsklúbbi Mosfellsbæjar 
  8. Jón Bjarni Þorsteinsson Lionsklúbbi Mosfellsbæjar 
  9. Guðrún Björt Yngvadóttir Lionsklúbbnum Eik Garðabæ

Kæru félagar.

Verum vakandi fyrir viðurkenningu til þeirra sem hafa í gegnum áralanga tíð verið hið innra drýfandi afl með því að vera alltaf til staðar og leggja lið í öllum málefnum klúbbsins.

Kristinn G. Kristjánsson
Fráfarandi fjölumdæmisstjóri