Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Norðurlandasamstarfið, NSR
Sterkari saman en eitt og eitt
Norðurlöndin vilja öll ná árangri í Lionsstarfinu og og hafa því skilgreint ákveðna þætti þar sem líklegt er að sameinaðir kraftar muni skila meiri árangri en hvert land fyrir sig getur gert. Uppbygging hreyfingarinnar gerir líka ráð fyrir að að Norðurlöndin séu ein heild og komi fram sem slík innan hreyfingarinnar.
Hvernig er unnið
NSR stendur fyrir Norrænt samstarfsráð og er myndað af Fjölumdæmisráðum Norðurlandanna fimm.
Tilgangurinn með NSR, eins og hann er skilgreindur í sameiginlegum markmiðum er: að styrkja og þróa Lions hugsjónina og norrænu samkenndina, að vinna saman í alþjóðahreyfingunni og aðstoða hjálparþurfi með sameiginlegum verkefnum.
Til að ná þessu er haldið Norðurlandaþing einu sinni á ári, þar sem fulltrúar samræma álit og hugmyndir og skipuleggja samstarfið á milli þinga. Auk þess skipta Norðurlöndin með sér föstum þingsætum í Alþjóðastjórn Lions.
Samstarf milli þinga er aðallega tvíþætt, þ.e. sameiginlegt hjálparstarf sem greitt er fyrir af öllum Norðurlöndunum og síðan unglingaskipti.
Í NSR hafa öll löndin jafnt vægi, óháð stærð. Rödd Íslands er því hlutfallslega sterk í norrænu samstarfi og ábyrgðin að sama skapi.
Hvers vegna saman
Ávinningurinn af þessu starfi er margþættur. Rödd Norðurlandanna er sterk í Evrópu og í Alþjóðastjórn Lions, sem þýðir að það er tekið eftir hvað við gerum og hvernig við gerum hlutina. Í mörgum málum setja Norðurlöndin fordæmi sem aðrar þjóðir hafa viljað tileinka sér. Þetta hefur smátt og smátt gert Lions almennara, jafnvel í löndum þar sem Lions var áður bara fyrir efri stéttir þjóðfélagsins.
Sameiginlega hafa Norðurlöndin tekið að sér stór hjálparverkefni sem eru ofviða hverju landi fyrir sig. Með þessu fyrirkomulagi hefur líka sparast í stjórnun og umsjón slíkra verkefna.
Í unglingaskiptaverkefnum hafa Norðurlöndin haft með sér samvinnu gagnvart öðrum löndum í Evrópu.
Hvernig tökum við þátt
Ísland greiðir sinn hluta af kostnaði í hlutfalli við fjölda Lionsfélaga. Kostnaðurinn er tvískiptur, annars vegar stjórnunarkostnaður, aðallega vegna sameiginlegrar framkomu á alþjóðaþingum og síðan verkefnakostnaður vegna hjálparstarfsins. Kostnaður er greiddur í gegnum Fjölumdæmisráð sem fær sínar heimildir á Lionsþingum á hverju ári. Það er ljóst að hverri krónu sem varið er til NSR er afar vel varið, þar sem hver króna margfaldar sig og lyftir Grettistökum í hjálparstarfinu auk þess að gefa landinu mikin kraft og áhrif í alþjóðahreyfingunni.
Kristján Kristjánsson, Lkl. Tý, NSR-AU Norrænasamstarfsráðið 2009 2014.