Norrænt Lionsþing á Íslandi.

 img1A

Dagana 20. – 21. Janúar 2012 var Norræna Lionsþingið NSR, haldið á Radison Blu Saga Hotel (Hótel Sögu) og voru mörg fróðleg erindi og umræður í boði.

Á þingi sem þessum gefst íslenskum Lionsfélögum einstakt tækifæri til að hitta félaga sína frá hinum Norðurlöndunum, kynnast þeirra viðhorfum til Lionsstarfsins, skiptast á skoðunum við þá og ekki síst skemmta sér með þeim.

NSR þingið er ákaflega mikilvægt fyrir Norræna Lionssamstarfið og stór þáttur í að efla kynni milli landanna.
Meðal áhugaverðara dagskrárliða má nefna námsstefnur um samstarf Norðurlandanna við alþjóðlegt hjálparstarf, ungmenna, félaga- og fræðslumálefni og upplýsingatækni.
Meginþema þingsins var Framtíð og Styrkur Norrænnar Lionssamvinnu.  Einróma niðurstaða var að efla skyldi samstarfið með meiri samskiptum með rafrænum hætti.  Ítrekað var mikilvægi þessa að hittast minnst einu sinni á ári.
Auk fundarstarfa var boðið upp á sérstaka makadagskrá, ferð í Bláa Lónið og skoðunarferð um Reykjavík og nágrenni.

Á föstudagskvöldinu var kynningarkvöld og lokahóf á laugardagskvöldinu.  Þessar skemmtanir eru mikilvægar til að efla tengsl manna á meðal. Það að hitta félaga okkar frá hinum Norðurlöndunum er skemmtileg upplifun og gefur líka tækifæri til að eignast góða vini til frambúðar.

Nánari upplýsingar um þingið má finna með því að smella á hlekkinn NSR 2012 hér til hægri.  Þar má einnig finna skráningareyðublöð.

Einnig má hafa samband við undirritaðan í síma 8966883 eða með tölvupósti kristh@mmedia.is

.