Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Sykursýki er oft falin en mikilvægt er að greina hana á byrjunarstigi svo koma megi í veg fyrir alvarlegar
aukaverkanir. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði.
Orsök sykursýki er ekki þekkt og sjúkdómurinn er ólæknandi en með réttri meðhöndlun er hægt að halda
sjúkdómnum í skefjum og forðast fylgikvilla.
Sykursýki 1 getur greinst hvenær sem er á lífsleiðinni. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem þýðir
að líkaminn hefur brugðist við utanaðkomandi áreiti með myndun mótefna sem síðan taka þátt í að
eyðileggja vissar frumur líkamans hratt og örugglega.
Sykursýki af tegundinni 2 er vaxandi vandamál í heiminum öllum. Það er þó farið að hægja á greiningu
nýrra tilfella á vissum svæðum eins og í hinum vestræna heimi en heildarfjöldinn sem er með þennan
langvinna sjúkdóm er þó enn að aukast.
Lions hreyfingin leggur hér lið. Þótt við þekkjum öll dæmi um að beinar blóðsykurmælingar hafi svipt
hulunni af ógreindri sykursýki einstaklinga er ekki síður mikilvægt að fræða og vekja athygli almennings
með fjölbreyttum hætti.