Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Kæra Lionsfólk.
Við minnum á skráningu á þingið á Álftanesi 10. og 11. maí. Skráning fer fram hér á Lionsvefnum. Þar er hægt að sjá dagskrár og aðrar upplýsingar um þingið og þingdagana.
Nú sem aldrei fyrr er áríðandi að mæta á skóla fyrir verðandi stjórnir, þar sem skýrslugerð hefur breyst, með komu hins nýja Lion Portal. Sendið varamenn ef þið komist ekki sjálf.
Við viljum sérstaklega minna á glæsilegar samkomur bæði kvöldin:
Kynningarkvöld föstudaginn 10. maí kl.20:00-23:00.
Þar munum við hittast, gera okkur glaðan dag njóta tónlistar í umsjá “Didda Trúbó” og góðra veitinga.
Matseðill
Lionshátíð í Íþróttamiðstöðinni Álftanesi laugardaginn 11. maí kl.19:30-01:00
Þriggja rétta kvöldverður
Hér gefst tækifæri til að hitta Lionsfólk af öllu landinu og víðar og er hægt að koma á þessar skemmtanir þrátt fyrir að vera ekki formlegur þingfulltrúi.
Á Lionsþingi er hægt að finna hinn sanna Lions-anda.
Þingstjórnin
Hörður Sigurjónsson Þing- og Protocolstjóri
Jón Pálmason D109A
Sigríður Guðmundsdóttir D109B
Nánari upplýsingar veitir Hörður í síma 8209910