Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Mánudaginn 18. apríl var stofnaður nýr Lionsklúbbur á Akureyri, Lionsklúbburinn Ylfa. Móðurklúbbur Ylfu er Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri. Þrjátíu og sex konur frá Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hrísey og Húsavík eru stofnfélagar. Það vekur athygli hversu aldursdreifingin í klúbbnum er mikil. Yngsta konan er fædd árið 1991 og sú elsta 1946. Einnig er áhugavert að fjórar mæðgur eru í klúbbnum.
Á myndinni eru undirbúningshópurinn aftari röð frá vinstri Arna Tryggvadóttir varaformaður, Gerður Jónsdóttir ritari, Magnfríður Sigurðardóttir 2. varaformaður. Fremri röð frá vinstri: Rannveig Heimisdóttir formaður, Anna Kolbrún Árnadóttir formaður félaganefndar og Jóhanna Anna Jóhannesdóttir gjaldkeri.Eins og í öllum Lionsklúbbum á Íslandi verður aðalverkefnið að vinna að mannúðarmálum ásamt því að styrkja og efla félagskonur. Á fyrsta starfsárinu verður lögð áhersla á að konurnar kynnist hver annarri og vinni að stefnumótun fyrir klúbbinn. Mikilvægt er að hafa gaman af samverunni. Stjórn Ylfu skipa: Rannveig Heimisdóttir formaður, Gerður Jónsdóttir ritari og Jóhanna Anna Jóhannesdóttir gjaldkeri. Formaður félaganefndar er Anna Kolbrún Árnadóttir.
Stefnt er að stofnskrárhátíð seint í sumar eða haust.