Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Í gærkvöld var að stofnaður nýr Lionsklúbbur á veitingastaðnum Hestakránni á Skeiðum. Á stofnfundi klúbbsins fór fram kosning um nafn hans og hlaut nafnið Lionsklúbburinn Dynkur kosningu. Stofnfélagar eru 34 og er það stórkostlegt afrek á svæði sem aðeins telur um 600 manns og á þessu svæði eru starfandi tveir kórar, öflugt hestamannafélag og er þess vegna mikil samkeppni um tíma manna.
Aðal hvatamaður að stofnun klúbbsins er Kristófer Á Tómasson fyrrum umdæmisstjóri í umdæmi 109 A og verður klúbbur Kristófers Lkl. Geysir móðurklúbbur hins nýja klúbbs. Stofnun þessa klúbbs sannar að víða er hægt að vinna að fjölgun í Lions, með vinnusemi og þrautseigju.
Á næstu dögum verða sagðar fleiri fréttir af klúbbnum og birtar myndir frá kvöldinu.