Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Útsendari Lionssíðunnar var á ferðalagi í Norska bænum Steinkjer á dögunum. Þar tók hann eftir óvenjumörgum Lionsmönnum og fór að spyrja hvað væri í gangi. Kom í ljós að um kvöldið þann 29.3.2014 átti að fara fram stofnskrárhátíð fyrir nýjan Lionsklúbb í Steinkjer. Bærinn er með um 20 þúsund íbúa og þar var Lionsklúbbur sem stofnaður var 1965, en hann lognaðist útaf 2006.
Lionsklúbburinn í Malm, sem er næsti bær norðan við Steinkjer, tók að sér að stofna klúbb í bænum með stuðningi frá GMT og GLT teyminu. Þeir settu upp stand einn laugardag í verslunarmiðstöðinni. Eftir daginn voru komin 12 manns á lista sem vildu vita meira um Lions. Þessi hópur var grunnurinn af þeim hópi, sem nú hefur stofnað klúbb með 33 glöðum og ánægðum félögum, sem stefnir að því að láta gott af sér leiða fyrir annað fólk. 10 konur eru félagar klúbbsins sem er blandaður. Á stofnskrárhátíðina komu 52.
Ragnvald Johansen GMT fulltrúi stefnt er að því að félagar verði orðnir 50 að ári liðnu. Til hamingju Lionsklúbburinn í Steinkjer. Steinkjer er nokkurnvegin landafræðilegur miðpunktur Noregs.
Norðmönnunum var líka sagt að til stæði að stofna klúbb á Íslandi á mánudaginn 1.4.2014, með minnst jafn mörgum félögum.
Nýjir félagar í Lkl. Steinkjer, sem er blandaður klúbbur.