Offita barna: Hvað er til ráða? Ráðstefna, 24. apríl, 2012

hreyfingLionshreyfingin sóð fyrir námsstefnu um offitu barna, þriðjudaginn 24. apríl í Norræna húsinu.

Erla Gerður Sveinsdóttir læknir er einn fyrirlesara á námstefnunni. Í máli hennar kom meðal annars fram eftirfarandi:  "Offita er talin vera meðal fjögurra stærstu heilbrigðisvandamála í heiminum í dag. Hún er áhættuþáttur ýmissa alvarlegra sjúkdóma og hefur neikvæð áhrif á ævilengd, heilsufar, lífsgæði og möguleika fólks til athafna og þátttöku í daglegu lífi. Offita er ein af birtingarmyndum óheppilegra lífshátta. Taka þarf lífsstílinn í heild sinni til skoðunar til að ná tökum á offitu, ekki bara hreyfa sig meira og borða minna. Álag, áföll, streita, svefntruflanir, félagslegar aðstæður, andleg  og líkamleg vanlíðan og sjúkdómar eru allt þættir sem geta átt hlut að máli og taka þarf tillit til þegar hentug leið er valin til að bregðast við offituvandanum. Best er þó að finna leiðir til að fyrirbyggja offitu og samfélagið allt þarf að taka höndum saman til að ná tökum á því verkefni." 

Sjá nánar >>>>> 

Og á Mbl >>>>>