Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Annan fimmtudag í október ár hvert er Alþjóðlegur sjónverndardagur sem í ár er 10 . október og Dagur Hvíta stafsins er ávalt 15. október.
Þessa daga mun Blindrafélagið standa fyrir dagskrá í tilefni þessara daga:
Fimmtudaginn 10. október Alþjóðlegur sjónverndardagur
Opinn fræðslufundur í Húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Þór Eysteinsson prófessor í lífeðlisfræði og Helgi Hjörvar alþingismaður og þátttakandi í tilraunameðferð í RP sem er framkvæmd í Þýskalandi, munu þeir kynna þessa tilraunameðferð . Fundurinn hefst kl 17:00 og er öllum opinn. Tilgangur með þessari tilraun er að erta ljósnæmar frumur í sjónhimnunni í þeirri von að þær vakni úr dvala. Standa vonir til þess að þannig megi draga úr eða stöðva hrörnunarferli þessara ljósnæmu fruma, sem er það sem að gerist í RP. (Retinitis Pigmentosa)
Þriðjudagurinn 15 október Dagur Hvíta stafsins
Þennan dag ætlar Blindravinafélagið að efna til barna- og ungmennaþings.
Tilgangur þingsins er að bjóða sjónskertum börnum og unglingum tækifæri til að ræða saman um ýmis málefni sem varða lif þeirra og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra. Í þetta sinn er áætlunin að ræða um mál tengd skólagöngu og frítíma. Öllum börnum á aldrinum 6 til 20 ára er boðið að taka þátt. Börnum verður skipt í umræðuhópa eftir aldri. Í dagskrá er einnig listasmiðja sem allir taka þátt í. Að lokinni dagskrá eru niðurstöður þingsins kyntar í opnu húsi þar sem ætingum, vinum og vandamönnum er boðið að þiggja kaffi og meðlæti.
Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 27. september nk. á netfangið kaisa@blind.is eða í síma 525-0000.
Drög að dagskrá Barna- og ungmennaþings 15.október 2013
10:00 Opnun Barna- og ungmennaþings og kynning á þátttakendum.
10:10 Kynning á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
10:30 Listasmiðja: Allir taka þátt og verkin munu verða til sýnis í Hamrahlíð 17.
12:30 Hádegisverður: pizzuveisla
13:30 Umræður í barnaþing. Börnum er skipt í hópa eftir aldri. Hvaða vandamál upplifið þið í skólanum? Hvað er jákvæð og gott þar? Hvaða vandamál upplífið þið heima? Hvað er jákvætt og gott?
15:30 Opið hús þar sem verk listasmiðjunnar verða til sýnis og sagt verður frá niðurstöðum barnaþings.
Lionsfélagar eru hvattir til að sýna hug sinn í verki og taka þátt í sjónverndaratburðum í október. Lionsklúbbar notið þennan mánuð til að segja frá ykkar sjónverndarverkefnum og/eða taka ákvörðun um um þátttöku í slíkum verkefnum.
Kæri Lionsfélagi, í þinni heimabyggð er þörf á sjónverndarstuðningi. Kannaðu málið og leggðu lið. Það er málið.
Guðmundur Þ Ingólfsson, sjónverndarfulltrúi 109A,
Reynir Rúnar Reynisson, sjónverndarfulltrúi 109B