Október mánuður sjónverndar

CSF_2

Október er mánuður sjónverndar en laugardagurinn 8. okt. er „Alþjóðlegur sjónverndardagur Lions“ og laugardagurinn 15. okt. er: „Dagur hvíta stafsins“. Í október er kjörið að kynna sjónverndarverkefni Lions, á Íslandi og á heimsvísu, einkum í þróunarlöndunum. Íslenskir Lionsfélagar voru ótrúlega rausnarlegir í átaksverkefninu „Campaign Sigt First II“. Lionsfélagar geta verið stoltir af þessari miklu þróunaraðstoð og að gefa milljónum manna sjónina aftur. Upplagt er að senda frétt í bæjarblöðin og kynna Lionsklúbba svæðisins í leiðinni. Þeir sem vilja fá fund eða fyrirlestur fyrir Lionsfélaga og almenning í sinni heimabyggð, um sjónvernd, augnsjúkdóma og blindu, geta leitað til sjónverndarfulltrúa umdæmanna. Fyrirlesarar finnast líka á næstu heilbrigðisstofnunum og í skólum.

Sjá myndband um sjónvernd http://www.youtube.com/watch?v=zsY1tNYYKpk

HelenKellerRiddarar hinna blindu.

Á alþjóðaþingi Lionshreyfingarinnar 1925 var rithöfundurinn Helen Keller gestafyrirlesari.  Helen Keller var daufblind.  Í erindi sínu fjallaði hún um þann heim sem blindir og daufblindir lifa í.  Erindi sitt endaði hún með því að skara á Lionsfélaga að gerast „Riddarar hinna blindu í krossför gegn myrkri“.  Segja má að upp frá því hafi baráttan gegn blindu verið eitt af höfuðverkefnum Lionshreyfingarinnar um allan heim.  Mikil og góð samvinna hefur tekist milli Lionshreyfingarinnar og Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar WHO sem þakkar SightFirst verkefni Lionshreyfingarinnar fyrst og fremst fyrir þann frábæra árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn blindu.

SightFirst001Hvað er SightFirst.

SightFirst er verkfæri Lionshreyfingarinnar í baráttunni gegn blindu.  Ljóst var að þrátt fyrir viðleitni Lionshreyfingarinnar fjölgaði stöðugt þeim sem urðu blindir og því nauðsynlegt að þróa markvissari og árangursríkari aðferðir.  Eftir mikla undirbúningsvinnu varð SightFirst til, þróað af Lionshreyfingunni í samvinnu við færustu sérfræðinga sem völ var á.  Verkefninu var veitt brautargengi á alþjóðaþingi 1989 og síðan þá hefur Lionshreyfingin verið leiðandi afl á þessu sviði.

Mikil og góð samvinna hefur skapast milli Lionshreyfingarinnar og alþjóðaheilbrigðis-stofnunarinnar WHO.  Sú samvinna hefur meðal annars leitt af sér fyrsta alþjóðlega átakið í baráttu gegn ungbarnablindu.

Fyrir þann árangur sem nást hefur nýtur Lionshreyfingin mikillar virðingar á þessu sviði sem svo mörgum öðrum.

 

CSFIIHvað er Campaign SightFirst.

Það var strax ljóst að ekki var nóg að veita verkefni eins og SightFirst brautargengi.  Það varð að fjármagna það með einhverjum hætti ef einhver árangur átti að verða.  Nýtt verkfæri var þróað í samvinnu við færustu sérfræðinga og úr því varð Campaign SightFirst.  Campaign SightFirst er fyrst og fremst fjáröflunarátak sem 1,4 milljón Lionsfélaga í 46.000 klúbbum taka þátt í.  Afraksturinn rennur til alþjóðahjálparsjóðs Lionshreyfingarinnar LCIF og er eyrnamerktur SightFirst verkefninu.

Stundum hefur heyrst spurning eins og “Hvernig getum við treyst því að peningarnir sem fara til LCIF fari í það sem þeim var ætlað”.  Fyrst svarið er kannski að við treystum stjórn sjóðsins til að vinna eftir þeim reglum sem þeim eru settar en formaður LCIF er alltaf fráfarandi alþjóðaforseti.  Næsta svar gæti verið að reglur sjóðsins segja að 1 króna inn í sjóði jafngildi 1 krónu til hjálparstarfs.  Stjórnunar- og rekstrarkostnaður er greiddur af vöxtum.  Þriðja svarið á kannski einnig við en það er stjórnunar- og rekstrarkostnaður við átak eins og Campaign SightFirst.  Á fjáröflunar átaki sem stefnir á að ná inn US$ 150 milljónum er heildarkostnaðaráætlun aðeins US% 7,5 milljónir eða 5%.  Þetta þykir reyndar svo lág upphæð að margir eiga erfitt með að trúa þessu.