Opið hús í gamla Kópavogsbúinu mánudaginn 17.júni milli kl.11:00 og 13:00

Opið hús í gamla Kópavogsbúinu mánudaginn 17.júni milli kl.11:00 og 13:00

Lionsklúbbur Kópavogs verður með opið hús í gamla Kópavogsbúinu Kópavogstúni 14.

Heitt verður á könnunni og kleinur með. Allir eru velkomnir að koma og skoða íbúðina á efri hæð hússins. 

Helstu styrktaraðilar verkefnisins eru: BYKO, BM Vallá, IKEA, ELKO, Húsamálun, Rafport og Högni Guðmundsson múrarameistari.

Kópavogsbúið er elsta hús Kópavogs og með elstu hlöðnu steinhúsum á landinu og hefur Lionsklúbburinn unnið við uppbyggingu og endurgerð hússins undan farin ár. Tilgangur þessarar vinnu og uppbyggingar er koma upp tveimur íbúðum sem verða til leigu fyrir aðstandendur barna sem eru í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu sem og aðstandenda sjúklinga á Líknardeild Landspítalans. Ákveðið hefur þó verið að hlaupa undir bagga með Grindvíkingum vegna þeirra hörmunga sem þar ganga yfir og verða íbúðirnar leigðar út til tveggja ára til Grindvískra fjölskyldna.
Kópavogsbær og Lionsklúbbur Kópavogs gengu til samninga árið 2021 um þessa enduruppbyggingu og fékk klúbburinn umráð yfir Kópavogsbúinu. Efsti hluti þess var byggður á árunum 1902-1904 af Erlendi Zakaríassyni steinsmið. Þess má geta að útveggir hússins eru hlaðnir af steinum sem gengu af byggingu Alþingishússins þegar það var byggt á árunum 1880-1881. Kópavogsbúið er friðað utan og hefur vinna þar verið í samráði við Minjastofnun en húsið er 124 m2 á tveimur hæðum