Ráðstefna í tilefni af alþjóðlega sjónverndardeginum á Hótel Natura, föstudaginn 10. október 2014.

Ráðstefna í tilefni af alþjóðlega sjónverndardeginum á Hótel Natura,  föstudaginn  10. október 2014.…
Merki BlindrafélagsinsÞann 10. október næstkomandi býður Blindrafélagið, í samstarfi við Augnlæknafélag Íslands, Lions á Íslandi og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga til ráðstefnu í tilefni af alþjóðlega sjónverndardeginum. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Barist gegn og lifað með blindu og sjónskerðingu. Ráðstefnustaður: Hótel Natura (Hótel Loftleiðir) frá kl 10:00 - 16:30. Fyrri hluti ráðstefnunnar mun fjalla um þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga auk þess sem nokkrir úr þeirra hópi munu segja frá högum sínum. Ráðstefnustjórar fyrri hlutans verða: Brynhildur Ingvarsdóttir formaður Augnlæknafélags Íslands og Rósa María Hjörvar. Eftir hádegi verður lögð áhersla á umfjöllun um rannsóknir og tilraunir til að finna meðferðir við ólæknandi arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu, m.a. AMD, RP, LCA, USHER o.fl. Fyrirlesarar verða bæði erlendir og innlendir vísindamenn, þeirra á meðal er Dr. Gerald J. Chader frá Bandaríkjunum, sem mun flytja ítarlegan fyrirlestur um það helsta sem er að gerast á þessum vettvangi víða um heim. Jafnframt mun Josephine Prenner Holtan, sem er að vinna að doktorgráðu í arfgengum sjónhimnusjúkdómum við Augndeild Háskólasjúkrahússins í Osló, fjalla um greiningar og skráningar sjúklinga og Tesola rafeindapúlsameðferðina sem verið er að gera tilraun með í Osló og á fleiri stöðum. Aðrir sem munu flytja erindi eru Pr. Kristinn P. Magnússon erfðafræðingur ,  Dr. Þór Eysteinsson lífeðlisfræðingur og Christina Fasser forseti Retina International. Ráðstefnustjóri vísindahlutans verður Dr. Einar Stefánsson. Fyrirlestrar á ensku verða túlkaðir yfir á íslensku. Boðið verður uppá kaffi, meðlæti og hádegisverð. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Ekkert ráðstefnugjald er innheimt en skrá þarf sig á ráðstefnuna á netfangið khe@blind.is Dagskrá og nánari upplýsingar síðar verða kynntar síðar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á khe@blind.is