Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
23. febrúar var haldin ráðstefna um Alzheimer sjúkdóminn í Norræna Húsinu.
Hugmyndin að þessari ráðstefnu kviknaði fyrst þegar við vorum viðstödd útför Þórunnar Gestsdóttur fyrrverandi fjölumdæmisstjóra. Strax var ákveðið að ef af þessari ráðstefnu yrði þá yrði hún helguð minningu Þórunnar.
Fjölumdæmisstjóri hafði samband við börn Þórunnar sem strax voru hrifin af hugmyndinni og ákaflega þakkát fyrir þá virðingu sem henni væri sýnd með þessu framtaki.
Í upphafi ráðstefnunnar minntist fjölumdæmisstjóri Þórunnar með nokkrum orðum.
Frummælendur á ráðstefnunni voru:
Í lok ráðstefnunnar flutti Hjördís, dóttir Þórunnar þakkarávarp og sagði meðal annars að þau systkinin væru ákaflega þakklát fyrir þann heiður sem móður þeirra væri sýndur með því að tileinka þessa ráðstefnu hennar minningu.
Þátttakan á þessari ráðstefnu fór fram úr björtustu vonum því alls mættu 147 gestir.
Ráðstefnustjóri var Jón Eyjólfur Jónsson, öldrunarlæknir og félagi í Lkl. Nirði Reykjavík
Þegar Lionshreyfingin ákveður að standa fyrir ráðstefnu eins og þessum er alls ekki sjálfgefið að rétta fólkið hverju sinni sé tilbúið til að mæta þar og flytja erindi. Lionshreyfingin hefur hins vegar notið mikils góðvilja og þau sem fluttu fyrir okkur erindi á þessum tveim ráðstefnum eiga þakkir skildar fyrir þeirra framlag. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa svo góðan aðgang að góðum fyrirlesurum.