Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Kristinn Hannesson fjölumdæmisstjóri Lions afhendir Kristni Halldóri Einarssyni formanni Blindrafélagsins söfnunarféið undir vökulum augum Önnu Kristínar Gunnlaugsdóttur formanns Rauðufjaðrarnefndainnar.
Við athöfn hjá Blindrafélaginu Hamrahlíð 17 þriðjudaginn 28. júní afhenti Lionshreyfingin á Íslandi afrakstur Rauðufjaðrar söfnunarinnar frá því í vor. Samtals voru það rúmar 19,3 milljónir króna sem söfnuðust og runnu þær óskertar til Blindrafélagsins.
Með þessu framlagi hefur tekist að fjámagna að fullu gerð talgervils sem kosta mun u.þ.b. 80 milljónir króna. Kristinn Hanneson fjölumdæmisstjóri afhenti Kristni Halldóri Einarssyni formanni Blindrafélagsins söfnunarféið en auk þeirra tóku til máls við þetta tækifæri frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti, verndari söfnunarinnar og Anna Kristín Gunnlaugsdóttir formaður Rauðufjaðrarnefndainnar.
Einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu söfnunina voru færðar bestu þakkir fyrir frábæran stuðning.