Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lkl. Ægir og Fjölnir afhentu 17. júlí sl. hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss blöðruskanna að gjöf. Forsaga málsins er að Lkl. Ægir, sem um áratuga skeið hefur haldið vegleg kútmagakvöld í fjáröflunarskyni, bauð Lkl. Fjölni aðild að kútmagakvöldinu þannig að það var haldið á vegum beggja klúbbanna sl. vetur. Kútmagakvöld Lkl. Ægis hafa um áratugaskeið verið vinsæll og fjölsóttur menningarviðburður í skemmtanalífi höfuðborgarinnar og fært líknar- og verkefnasjóði Ægis ótaldar fjárhæðir sem varið hefur verið til margvíslegra líknarmála, ekki síst til Sólheima í Grímsnesi. Sameiginlegt kútmagakvöld klúbbanna tókst fádæma vel. Uppselt var í Súlnasal Hótel Sögu og komust færri að en vildu. Klúbbarnir ákváðu að u.þ.b. helmingi af hagnaði kvöldsins skyldi varið í sameiginlegt verkefni og var ákveðið að kaupa blöðruskanna fyrir Hjartadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Tækið kostaði um 1,2 millj. kr. og afhentu stjórnir klúbbanna tækið á Hjartadeildinni í júlí-mánuði sl. Þau Davíð O. Arnar, yfirlæknir á deildinni, Kristín Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri og Ása María Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, veittu gjöfinni móttöku. Við það tækifæri kom fram, að mikil þörf er fyrir þetta tæki á deildina en hingað til hefur deildin orðið að fá lánað slíkt tæki frá öðrum deildum en það þykir mjög óheppilegt m.a. vegna sýkingarhættu. Var klúbbunum þökkuð velvild í garð hjartadeildar og Lionshreyfingunni fyrir margháttaðan stuðning við Landspítala - háskólasjúkrahús.
Myndin er frá afhendingu blöðruskannans í sumar.