Sex Lionsklúbbar gefa Lucas hjartahnoðtæki

Sex Lionsklúbbar gefa Lucas hjartahnoðtæki
Sex  lionsklúbbar á Suðurlandi, Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, Lionsklúbbur Selfoss, Lionsklúbburinn Geysir í Uppsveitum Árnessýslu, Lionsklúbburinn Eden í Hveragerði, Lionsklúbburinn í Laugardal og Lionsklúbburinn Skjaldbreiður í Grímsnesi, söfnuðu fyrir Licas hjartahnoðtæki og afhentu tækið sjúkraflutningamönnum á Selfossi.  Tækið kostar um 2.5 milljónir króna og er sjálfvirkt hnoðtæki. Hér má sjá frétt af Vísir.is sem segir nánar frá tækinu og afhendingu þess.  Myndina hér að ofan tók Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lionsklúbburinn Embla hefur einnig verið að selja jólakort og eru nánari upplýsingar að finna í vikufréttablaðinu Dagskránni á Selfossi.