Sjónverndarfræðsla Lions 8.nóvember í Blindraheimilinu og í beinni á netinu á Zoom

Sjónverndarfræðsla Lions 8.nóvember í Blindraheimilinu og í beinni á netinu á Zoom

Október er mánuður sjónverndar hjá Lions og hefur Lions á Íslandi gjarnan boðið almenningi upp á fræðsluerindi um sjónvernd og augnsjúkdóma.

DAGSKRÁ:
Setning: Sigfríð Andradóttir fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi.
Ávarp: Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins.
Erindi: María Soffia Gottfreðsdóttir augnlæknir og lektor við HÍ mun fjalla um gláku. 
María Soffia stundaði framhaldsnám í augnlæknisfræði við Duke háskólann í Bandaríkjunum og sérhæfði sig í gláku og augnskurð- lækningum við Kelligg Eye Center við Michigan háskóla. Hún er eini starfandi sérfræðingurinn á Íslandi sem sinnir sérhæfðum skurðaðgerðum við gláku.
Fyrirspurnir og umræður.
Lokaorð: Sigfríð Andradóttir fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi.
Fundarstjóri: Jón Bjarni Þorsteinsson heimilislæknir og fyrrverandi alþjóðarstjórnarmaður Lions.

Áttu ekki heimangengt? Þá er velkomið að vera með á netinu. Smelltu á tengilinn (linkinn) hér fyrir neðan og fylgstu með í beinni útsendingu.

https://us02web.zoom.us/j/85173162559?pwd=Sm1GQllzVGo4SzVKMms3QnpmbllUdz09