Slökkviliði Snæfellsbæjar barst góð gjöf í byrjun apríl. Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði þeim neyðarsög sem á enskri tungu ber heitið Cutters Edge Fire Rescue Saw, leysir hún gömlu sögina af hólmi sem komin var á tíma. Þetta er sög sem gengur fyrir bensíni, blaðið í henni er hægt að nota á nánast allt, til dæmis bíla, timbur, steypu og einnig til að rjúfa þök. Er þetta Slökkviliði Snæfellsbæjar kærkomin gjöf og vildi Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri
koma á framfæri þakklæti til Lionsmanna fyrir hana. Gjöfin var afhent í blíðviðri á æfingu hjá slökkviliðinu á mánudagskvöldið.
Gjöfina afhendir Lionsklúbbur Ólafsvíkur í tilefni af 40 ára afmæli klúbbsins sem haldið verður formlega í dag 20. apríl 2013!