Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
„Söfnum birkifræjum aftur í ár!
Í fyrra tók Lions á Íslandi þátt í landsátaki í birkifræssöfnun. Nú endurtökum við leikinn á ný. Lionshreyfingin mun taka virkan þátt í að safna birkifræjum um land allt. Söfnunin mun standa yfir frá miðjum september og fram yfir miðjan október. Og eins og í fyrra, þá mun Bónus leggja sitt af mörkum með því að legga til öskjur undir fræin og einnig taka á móti öskjunum að frætínslunni lokinni.
Við hvetjum alla Lionsmenn og Lionskonur í öllum klúbbum til að leggja þessu verðuga verkefni lið.
Þetta er nefnilega kjörið útivistarverkefni fyrir fólk á öllum aldri.
Um leið er rétt að minna á mikilvægi þess að vera taka myndir og setja inn á vefinn okkar. Það er nokkurs konar rafræn skráning.
Frekari upplýsingar má finna á vefslóðinni: www.birkiskogur.is“ og á upplýsingamyndbandi.