Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsklúbbur Hveragerðis hefur nú hafið 42 starfsár sitt og var fyrsti fundur haldinn síðastliðið mánudagskvöld á Hoflandsetrinu.
Þegar er búið að setja upp ný upplýsingarskilti á tveim stöðum við innkomu í bæinn og var það gert í sumar. Mikil og forvitnileg dagskrá er áætluð í vetur, heimsóknir í fyrirtæki, fyrirlesarar koma í heimsókn og ferðir klúbbfélaga. Þá er áætlaðir tónleikar í haust, árlegur Jóladansleikur verður á Hótel Örk og samfundur verður með Lionsdeildinni Eden í vor.
Lionsklúbbur Hveragerðis hefur undanfarin ár gefið út fréttabréf, sjá á klúbbsíðunni >>>>>
Stjórn klúbbsins skipa nú; Formaður Rögnvaldur Pálmason, ritari Sveinn Sigurðsson og gjaldkeri Símon Bjarnason. Kristinn G. Kristjánsson er Fjölumdæmisstjóri umdæmis 109 og Birgir S. Birgisson er GMT fulltrúi eða Fjölgunarfulltrúi fyrir Fjölumdæmi 109a.