Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Starfsár Lionsklúbbs Hveragerðis fór vel af stað. Fyrsti fundur okkar var haldinn 16. september í útistofu grunnskólans á degi Íslenskrar náttúru þar sem Sævar Þór Helgason deildarstjóri við grunnskólann og Björn Pálsson fyrrverandi skjalavörður, en hann hlaut í vor umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar, héldu fyrirlestur um umhverfi bæjarins. Næsti fundur var haldinn á Hoflandsetrinu 14. október og var þá vetrarstarfið kynnt. Á þann fund komu nokkrir sem áhuga höfðu á að ganga í klúbbinn. Þriðji fundurinn var samfundur með Lionsklúbbnum Eden í Skátaheimilinu 29. október þar sem Dagbjartur Finnsson frá Hjálparsveitunum sagði frá starfi þeirra eftir skjálftana á Haiti fyrir 4 árum síðan. Á þessum fundi voru Birgi S. Birgissyni og Telmu Kristinsdóttur veittar viðurkenningar fyrir fjölgun í klúbbunum en við þetta tækifæri gengu þrír nýjir félagar til liðs við Lionsklúbbinn Eden.
Í upphafi starfsárs okkar var farið út í það ævintýri að prenta og gefa opinberlega út Fréttabréf Lkl. Hveragerðis og bera í öll hús Hveragerðis. Tókst það ágætlega og vakti fréttabréfið mikla lukku.Framundan eru nokkrir skemmtilegir fundir og þann 26. desember á annan í Jólum er árlegur Jóladansleikur okkar á Hótel Örk þar sem börnum og foreldrum þeirra er boðið upp á að dansa kringum Jólatréð og hitta Jólasveinana. Ekki er að efa, miðað við hve fyrri hluti starfsársins byrjar vel hjá okkur, að seinni hlutinn verði jafnskemmtilegur eða bara enn skemmtilegri.
Ljónakveður úr Hveragerði til ykkar allra.