Sunnudaginn 22. apríl vígði alþjóðaforseti Lions norska Lionsskóginn.

Sunnudaginn 22. apríl tóku fulltrúar Lionsklúbbana Ásbjörns, Hafnarfjarðar, Kaldár og  Seylu á móti alþjóðaforseta Lions og öðrum erlendum gestum frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi Danmörku, Þýskalandi, Hollandi, Englandi, Írlandi, Slóveníu og Slóvakíu.  Tilefnið var opnun á norskum og íslenskum  Lionsskógi að Ásvöllum við Haukahúsið í Hafnarfirði.   Norski skógurinn heitir Skiptvet og íslenska skóginum var gefið nafnið Kjaranslundur til heiðurs Magnúsi Kjaran. 

IMG_Grurreitur
Árni V. Friðriksson fjölumdæmisstjóri, Gerður Jónsdóttir Lkl. Ylfu, Janez Bohori? alþjóðastjórnarmaður frá Slóveníu, Guðrún Björt Yngvadóttir alþjóðastjórnarmaður, alþjóðaforsetinn Dr. Wing-Kun Tam, Hilde Straumsheim fjölumdæmisstjóri Noregs og maður hennar Kjell.

KjaranskogurAlþjóðaforsetinn Dr. Wing-Kun Tam, sem hefur lagt mikla áherslu á skógrækt plantaði þarna tré í tilefni dagsins.  Auk þess plantaði Hilde Straumsheim frá Noregi tré, ásamt fleiri gestum.

 

Tam_plantar

Tam gróðursetur tré, með dyggum stuðningi Magnúsar Gunnarssonar Lkl Ásbirni undir vökulu auga fjölda Lionsmanna sem voru þarna samankomnir.