Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Ágætu lionsmenn. Nú líður að því að við förum að vinna í að fá fólk til að koma í blóðsykurmælingu til okkar og vil ég brýna lionsmenn að standa vel að þessu mikilvæga verkefni og halda utan um hve margir koma til okkar. Það er nauðsynlegt svo hægt sé að fylgjast með þessum mælingum frá ári til árs.
Flestir vita að sykursýki getur verið lífshættulegur sjúkdómur sé ekki brugðist tímanlega við og þar er okkar hlutverki líst með þessum mælingum. Komast að því hvernig staðan er hjá þeim einstaklingum sem mæta. 2012 mættu til okkar á bilinu 2500-3000 manns og af þeim voru ríflega 100 sendir til nánari skðunar hjá læknum. Sá sem mældist með hæstan blóðsykur var með 23,5 á meðan blóðsykur á að vera á bilinu 5-6. Ég á svona frekar von á því að þetta fólk sé býsna ánægt með þetta verkefni okkar. Margir klúbbar ætla að vinna þetta verkefni í sameiningu og er það vel. Við ættum að kannski að hugsa er einhver í okkar nágrenni sem er með hækkandi blóðsykur. Getum við komið í veg fyrir að hann/hún fái alvarlega sykursýki
Tökum höndum saman og stuðlum að góðri mætingu helgina 15.-17. nóvember.
Gunnar Vilbergsson sykursýkisfulltrúi 109-A