Þingeyingar í ristilspeglun

StjrninÍbúum á svæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga býðst fljótlega ókeypis ristilspeglun. Um er að ræða forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini sem Lionsklúbbur Húsavíkur stendur fyrir.

Verkefnið er hugsað þannig að næstu 5 árin verður öllum 55 ára íbúum á svæðinu boðið upp á ókeypis ristilspeglun. Íbúar svæðisins fá fljótlega bréf með nánari upplýsingum um verkefnið og framkvæmd þess en það er árgangur 1957 sem verður fyrst boðaður í skoðun á næsta ári og síðan koll af kolli. Verkefnið er alfarið fjármagnað af Lionsklúbbi Húsavíkur sem leitað hefur stuðnings hjá félögum og fyrirtækjum á svæðinu. Það er síðan unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Sjá frétt á RÚV >>>