Þorrablót Engeyjar

Happdrtti__orrablti 

            Happdrættisvinningar á þorrablóti

Ilmur af, hákarli, hangikjöti og súrmat hlykkjaðist niður stigann og fyllti vitin strax og inn í anddyrið var komið. Það var laugardagurinn 28. janúar og Lkl. Engey fagnaði þorra í Sóltúni 20. Hlaðborð svignaði undan hefðbundnum þorramat, félagar ásamt gestum fjölmenntu og gerðu mat og drykk góð skil. Var haft á orði að maturinn hefði bragðast óvenjuvel (sem að vísu er sagt á hverju þorrablóti). Haraldur Gunnar Hjálmarsson, félagi í Lkl. Perlunni lék létt lög á píanó undir borðum auk þess sem hann stjórnaði fjöldasöng. Kvöldið var sérlega ánægjulegt, stemningin létt og skemmtileg og fuku þar margir góðir brandarar og gamansögur. Ungir tónlistarmenn sungu og léku á gítar við góðar undirtektir og að lokum var dregið í glæsilegu happdrætti. Ágóði af happdrættinu rennur í líknarsjóð klúbbsins.