Umdæmi 109A

Árni B. HjaltasonPistill umdæmisstjóra 109A á Lionsvefinn.

Árni Brynjólfur Hjaltason umdæmisstjóri

Kæru Lionsfélagar.

Október var mánuður sjónverndar.

Fimmtudaginn 10.október var alþjóðlegi sjónverndardagurinn haldinn, þar sem boðið varð upp á fyrirlestur í húsi Blindrafélagsins. Þór Eysteinsson prófessor í lífeðlisfræði kynnti tilraunameðferð í RP (Retinitis Pigmentosa) sem framkvæmd er í Þýskalandi. Þátttakandi í tilrauninni er Helgi Hjörvar alþingismaður. Standa vonir til, að með þessari meðferð megi draga úr eða stöðva hrörnunarferli ljósnæmra fruma í sjónhimnunni.

Nóvember er mánuður sykursýkisvarna.

14. nóvember er alþjóðlegi sykursýkisvarnardagurinn, ég vill hvetja alla klúbba að taka þátt í þessu mikilvæga átaki. Það er mikil vakning í sykursýkisvörnum um allt land.

Þeir klúbbar sem ekki hafa tekið þátt áður, hafið endilega samband við apotek eða heilsugæslu á svæðinu og athugið hvort þið fáið þau til að aðstoða ykkur við þetta, með því að leggja fram hjúkrunarfræðing, strimla og nálar.  

Árni Brynjólfur Hjaltason
Umdæmisstjóri 109A.

Kæru Lionsfélagar.

Þá er september mánuður genginn í garð og framundar skemmtilegur vetur í Lionsstarfinu. Stjórnir klúbba búnar að gera allt klárt fyrir vetrarstarfið sem verður vonandi fræðandi og skemmtilegt fyrir alla Lionsfélaga. Ég vil biðja ritara þeirra klúbba sem ekki eru í skilum með mánaðarskýrslur að senda þær inn sem fyrst. Einar Þórðarson 1.varaumdæmisstjóri mun hafa það hlutverk í vetur, að fylgja því eftir að ritarar sendi inn mánaðarskýrslur á réttum tíma. Aðeins 1 klúbbur af 49 klúbbum í umdæmi 109A hefur, þegar þetta er skrifað, skilað inn verkefnaskýrslu. Verkefnaskýrslur klúbba eru mjög mikilvægar þar sem þær se...gja sögu klúbbana, þær þarf einnig að senda inn. Ef ykkur vantar aðstoð við skýrslurnar, endilega hafið þá samband, ekki gera ekki neitt.

Í dag höfum við misst 12 félaga en tekið inn 5 nýja á þessu starfsári, sem þýðir að við erum 7 í mínus. Þessu þurfum við í sameiningu að snúa við. Ég trúi því að með samhentu átaki okkar allra, mun það takast. En fyrst og fremst þurfum við að hlúa að þeim félögum sem fyrir eru í klúbbunum. Virkjum alla félaga okkar á einn eða annan hátt þannig að þeim finnist þeir vera hluti af klúbbnum.
Höfum augun opin fyrir nýjum Lionsfélögum, þeir eru kannski nær en þið haldið. Á stöðum þar sem eru karla og kvennaklúbbar, þá er spurning að bjóða mökum Lionsfélaga, þeim sem ekki eru í Lions á kynningarfund.

Árni Brynjólfur Hjaltason
Umdæmisstjóri 109A.

Kæru Lionsfélagar.

Þann 1. júlí hófst nýtt starfsár okkar sem ég trúi á að verði gott fyrir okkur öll.

Þann 10. júlí komum við hjónin heim af  96 alþjóðaþingi Lions sem var haldið dagana 5-9 júlí í Hamborg í Þýskalandi. Þarna voru  mættir Lionsfélagar frá 208 löndum. Gaman var að hitta og spjalla við Lionsfélaga allstaðar að úr heiminum. Á þinginu var Bandaríkjamaðurinn Wayne Madden  alþjóðaforseti  2012-2013 sem lét af embætti og Ástralinn Barry J. Palmer sem tók við embætti alþjóðaforseta Lions 2013-2014.

Kjörorð  nýs alþjóðaforseta Barry J. Balmer er   „Follow your dream“

Hann vill að við festum hönd á drauma okkar, hvort sem það er í einkalífinu eða Lionsstarfinu, með það að markmiði að láta þá rætast.

Arni_i_Hamborg
Umdæmisstjóri í umdæmi 109A Árni Brynjólfur Hjaltason og kona hans Hafdís Friðriksdóttir. Myndin er tekin á alþjóðaþinginu í Hamborg. 

Þið kæru félagar munuð fá að vita meira um skilaboð alþjóðaforseta í klúbbheimsóknum  í vetur. Barry Palmer vill að heimsóknum í klúbba verði skipt niður á umdæmisstjóra, 1.vara og 2.vara. Umdæmi 109A og 109B munu  taka upp þetta nýja fyrirkomulag. Það kemur síðan  í ljós hvernig þetta verður útfært.

Varðandi ljósmyndasamkeppnina, þá er hér fyrir neðan er slóði á sigurvegara í
Alþjóða ljósmyndasamkeppninni.

http://www.lionsclubs.org/EN/common/convention/results/environmental-photo-contest/index.php

Ég vona að þið njótið sumarsins og komið full af orku og hugmyndum inn í starfið í haust.

Árni Brynjólfur Hjaltason
Umdæmisstjóri 109A.