Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Sælir góðir Lions félagar.
Þessa dagana eru viðtakandi stjórnir í klúbbunun og aðrir embættismenn Lionshreyfingarinnar að undirbúa sig fyrir næsta Lionsþing okkar sem haldið verður þessu sinna á Akureyri. Langt er liðið á þetta starfsár og óhætt að segja að tíminn hefur flogið áfram hjá okkur í vetur. Í upphafi starfsárs, þegar litið var fram á veg virtist leiðin í gegnum viðburðaríkt ár vera löng og með mörgum holtum og hæðum. En raunin varð allt önnur ég hef upplifað eitt virðburðaríkasta og skemmtilegasta starfsár mitt innan Lionshreyfingarinnar þar sem ég hef hitt dugmikla Lionsfélaga í klúbbheimsóknum mínum um allt umdæmið. Það hefur fært mér aukna þekkingu á hreyfingunni og því öfluga starfi sem á sér stað í Lionsklúbbum um allt land.
Nýir félagar í Lkl. Seylu |
Ég hef lokið heimsóknum mínum til Lionsklúbba í umdæminu að einum undanskyldum og hafa heimsóknirnar að mestu verið á fundartímum klúbbanna, en klúbbar og deildir í umdæmi okkar eru 52 að tölu.
Starfsemi klúbbanna er almennt góð og allir eru þeir að leggja góðum málum lið hver á sinn hátt. Það hefur verið ákaflega ánægjulegt að heimsækja klúbbana og ég vil þakka fyrir einstaka gestrisni og góð kynni sem mér hefur allstaðar mætt.
Kátir félagar í Lionsklúbbnum Geysi |
Í klúbbheimsóknum mínum í vetur hef ég verið þeirrar ánægju aðnjótandi að afhenda viðurkenningar í umboði alþjóðaforseta. Viðurkenningarnar eru fyrir störf í þágu Lionshreyfingarinnar frá 10 til 60 ára veru í klúbbunum, viðurkenningunum fylgdi þakkarskjal frá Alþjóðaforseta. Alls voru 164 félagar sem fengu slíka viðurkenningu.
Eins og ég nefndi í upphafi þessarar greinar þá eru umdæmis og fjölumdæmisþingin framundan og þar verða kjörnir nýir stjórnendur Lionshreyfingarinnar og munu þeir síðan taka við stjórnartaumunum að alþjóðaþingi loknu í lok júní mánaðar.
Frá heimsókn í Lionsklúbb Álftarnes. |
Einnig verður á dagskrá kjör til embættis vara fjölumdæmisstjóra fyrir næstkomandi starfsár.
Formaður Lionsklúbbs Garðabæjar setur fund. |
Ég hef boðið fram starfskrafta mína til að gegna því embætti þar sem ég tel mig hafa þá reynslu sem þarf í það embætti og má t.d. nefna að ég hef átt sæti í umdæmisstjórnum frá árinu 2006 og setið þar fyrir bæði umdæmi 109 A og B auk verkefna sem ég hef gegnt í fjölumdæisstjórnum m.a. sem fræðslustjóri hreyfingarinnar á árunum 2009 - 2011.
|
Kæru Lionsfélagar ég vil biðla til ykkar um brautargengi í því kjöri, en að þessu sinni er kosið á milli tveggja einstaklinga í embættið.
Að lokum vil ég þakka öllum Lionsfélögum frábært samstarf á starfsárinu.
Guðmundur Helgi Gunnarsson
umdæmisstjóri 109 A
Samkvæmt tímaskipulagi okkar í Lionshreyfingunni þá byrjar nýtt starfsár í dag 1. júlí og af því tilefni má með sanni segja gleðilegt nýtt starfsár kæru félagar.
Alþjóðaþing Lionshreyfingarinnar vara haldið í Busan í Suður Kóreu dagana 22. til 26. júní og var þinghald allt og umgjörð þess hin glæsilegasta.
Þetta þing mun komast á spjöld sögunnar sem stærsta þing félagasamtaka en alls voru mættir til þings 55.272 Lionsfélagar frá öllum 208 þjóðlöndunum sem Lionshreyfingin starfar í. Í lokaávarpi fráfarandi alþjóðadforseta Wing-Kun Tam kom fram að markmið hans um að Lionsfélagar um heim allan plöntuðu einni milljón trjáa á því starfsári sem var að ljúka margfaldaðist að vexti og niðurstaðan er sú að Lionsfélagar plöntuðu alls 13.211.348 trjáplantna víðsvegar um heiminn. Glæsilegt afrek undir handleiðslu mikils leiðtoga sem Tam er.
Á þessu þingi var kjörinn nýr alþjóðaforseti Vayne Madden og kemur hann frá Auburn í Indíana USA og eru hans kjörorð IN A WORLD OF SERVCE . Madden hefur verið Lionsfélagi síðan 1984.
Hann mun leggja áherslu á aukið læsi í heiminum og fyrsta embættisverk hans var að undirrita samning þar sem Lionshreyfingin tekur virkan þátt í herferð gegn ólæsi (Reading action program ) en áætlað er að um 800 milljón einstaklinga séu ólæs í heiminum í dag.
Íslenski hópurinn sem fór til Busan, Dagný Finnsdóttir, Jóhanna Valdimarsdóttir, Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir, Hrund Hjaltadóttir, Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aftari röð Kristinn Hannesson, Pálmi Hannesson, Kristinn G. Kristjánsson, Guðmundur Helgi Gunnarsson og Tryggvi Kristjánsson. Á myndina vantar þau Guðrúnu Björt Yngvadóttir og Jón Bjarna Þorsteinsson.
Góðir félagar ég vona að sumarið verði ykkur ánægjulegt og komandi starfsár verði happadrjúgt fyrir Lionshreyfinguna.
Guðmundur Helgi Gunnarsson
Umdæmisstjóri 109 A